ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8822

Titill

Þekking og viðhorf tengd verkjum og verkjameðferð : megindleg rannsókn meðal hjúkrunarfræðinga á Sjúkrahúsinu á Akureyri

Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna þekkingu og viðhorf hjúkrunarfræðinga á Sjúkrahúsinu á Akureyri tengd verkjum og verkjameðferð. Við framkvæmd rannsóknarinnar var notuð megindleg rannsóknaraðferð þar sem upplýsinga var aflað með spurningalista. Notast var við spurningalistann Knowledge & Attitudes Survey Regarding Pain (K&A-SRP). Spurningalistinn var lagður fyrir alla hjúkrunarfræðinga sem voru við störf á Sjúkrahúsinu á Akureyri (n=177) á tímabilinu 28. janúar til 20. febrúar 2011, alls voru 64 hjúkrunarfræðingar sem svöruðu spurningalistanum en 62 spurningalistar voru nothæfir sem samsvarar 35% þátttöku.
Við úrvinnslu gagna var notast við tölfræðiforritið Statistical Package for the Social Science (SPSS). Microsoft Office Excel og Microsoft Office Word voru einnig notuð við uppsetningu á súluritum og töflum.
Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að þekking hjúkrunarfræðinga á Sjúkrahúsinu á Akureyri á verkjum og verkjameðferð virðist nokkuð góð og viðhorf vera nokkuð jákvæð þar sem þátttakendur svöruðu að meðaltali 25,4 spurningum rétt af 40 mögulegum eða 63,5%. Kannað var hvort munur væri á milli útkomu úr spurningalistanum og lýðfræðilegra breyta sem spurt var um, s.s. aldur, starfsaldur, starfsdeild o.fl.. Einungis var hægt að sýna fram á marktækan mun á milli starfsdeilda og útkomu úr spurningalistanum. Af niðurstöðum rannsóknarinnar telja rannsakendur einnig að hjúkrunarfræðingar á Sjúkrahúsinu á Akureyri standi nokkuð vel að vígi varðandi verki og verkjameðferð miðað við sambærilegar erlendar rannsóknir sem skoðaðar voru.
Ósk rannsakenda er að niðurstöður rannsóknarinnar veki hjúkrunarfræðinga til umhugsunar og verði hvatning fyrir þá að íhuga hvar þeir standi gagnvart verkjum og verkjameðferð. Opna þarf umræðu um þetta mikilvæga málefni með það að markmiði að koma auga á það sem betur mætti fara í vinnubrögðum og skipulagi verkjameðferða.
Lykilhugtök: verkir, þekking, viðhorf, verkjameðferð, hjúkrunarfræðingur.

Samþykkt
30.5.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Þekking og viðhorf... .pdf4,06MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna