is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8825

Titill: 
  • Verkjameðferð aldraðra: Fræðileg samantekt
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Aldraðir eru stór og vaxandi hópur sjúklinga innan heilbrigðiskerfisins. Mörgum kvillum og sjúkdómum sem hrjá þennan aldurshóp fylgja verkir. Rannsóknir hafa sýnt að langvinnir verkir eru tvöfalt algengari hjá öldruðum en í yngri aldurshópum og byrði langvinnra verkja hjá öldruðum er því þung. Hjá eldra fólki valda verkir oft skertum lífsgæðum og minni getu í athöfnum daglegs lífs sem svo leiðir til aukins kostnaðar í hjúkrun þessa aldurshóps. Verkir aldraðra leiða oft einnig til félagslegrar einangrunar, svefntruflana og andlegrar vanlíðunar sem síðan leiðir til aukinnar notkunar heilbrigðisþjónustu. Tilgangur þessa verkefnis var að skoða hvaða verkjameðferðir hafa reyst árangursríkastar við verkjum hjá öldruðum. Hefðbundnar verkjameðferðir, þá aðallega verkjalyf, hafa reynst vel, en aukaverkanir eru oft margar og þær eru algengari og oft alvarlegri meðal aldraðra. Óhefðbundnar og viðbótarmeðferðir hafa einnig gefið góða raun, en góðar klínískar rannsóknir sem styðja ver-kun óhefðbundinna meðferða eru fáar. Það getur verið erfitt fyrir aldraða að nálgast þjónustu við verkjavandamálum vegna hindrana eins og lélegs efnahags og erfiðleika við að athafna sig í daglegu lífi. Því er mikilvægt að hjúkrunarfræðingar séu meðvitaðir um þessi vandamál og hafi þekkingu og getu til þess að meta verki aldraðra og veita árangursríka verkjameðferð.
    Lykilorð: verkir, aldraðir, verkjameðferðir, áhrif verkja

  • Útdráttur er á ensku

    The Icelandic population is growing older, and therefore depending more on the health care system. Most diseases that affect this age group are accompanied by pain, but studies have shown that chronic pain is twice as common in elderly than in younger age groups. Bur-den of chronic pain in the elderly is therefore high. Moreover, pain often causes impaired quality of life and decreases the ability to perform activities of daily living causing increased cost of nursing care. Purpose of this study was to review the literature of the most effective pain managements for the elderly population. Pharmaceutical medication, are effective but can cause side effects that are more common and often serious for the elderly. Alternative and complementary treatments have also given good results, but good clinical studies to support their efficacy are lacking. It can be difficult for the elderly to access services for pain management, due to barriers such as poor income and difficulty to perform activities of daily living. It is important for nurses to be aware of these problems and have the knowledge and ability to assess pain in elderly and provide effective pain management.
    Key words: pain, elderly, pain management, effect of pain

Samþykkt: 
  • 30.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8825


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs Verkjamedferd aldradra.pdf393.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna