is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8826

Titill: 
  • Líf með átröskunarsjúkdóm, stöðug barátta : upplifun kvenna af átröskun á meðgöngu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Átraskanir eru alvarlegir sjúkdómar í nútíma samfélagi þar sem mikið er lagt upp úr grönnu holdafari. Átraskanir á meðgöngu ber að taka alvarlega en lítið er til af íslensku efni um þær og fáar aðgengilegar rannsóknir. Við teljum því mikilvægt að varpa ljósi á þennan sjúkdóm og í leiðinni að skyggjast inn í hugarheim kvenna sem þjást af átröskun og kanna upplifun þeirra af þeim breytingum sem verða á líkamanum á meðgöngu.
    Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar er að auka faglega þekkingu heilbrigðisstarfsfólks og gera því kleift að bæta þjónustu við skjólstæðinga sína. Sérstök áhersla er lögð á að ná til hjúkrunarfræðinga í ungbarnavernd og ljósmæðra í meðgönguvernd, því hjúkrunarfræðingar og ljósmæður eru með mikilvægustu stuðningsaðilum fyrir þennan ákveðna hóp.
    Aðferð: Stuðst var við eigindlega rannsóknaraðferð Vancouver-skólans í fyrirbærafræði. Tekin voru viðtöl við þrjár konur, með greindan átröskunarsjúkdóm, sem voru á aldrinum 25-35 ára og höfðu gengið í gegnum samtals sjö fæðingar. Viðtölin voru tekin í janúar og febrúar 2011 og voru öll hljóðrituð, skrifuð orðrétt upp og greind samkvæmt þrepakenningu Vancouver-skólans í yfirþema, meginþemu og undirþemu.
    Niðurstöður: Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að konurnar sýndu allar einkenni sjúkdómsins að einhverju leyti á meðgöngu. Þunglyndi, einangrun og stjórnleysi einkenndi líðan kvennanna og þær höfðu misgóða reynslu af stuðningi og þekkingu heilbrigðisstarfsfólks af sjúkdómnum. Sjúkdómurinn virtist ekki hafa áhrif á gang fæðinga eða ástand barnanna við fæðingu og virtist heldur ekki hafa áhrif á upplifun kvennanna af fæðingunum. Hins ber að geta að þó að fæðingarnar væru sjö í allt voru konurnar bara þrjár og mikilvægt er að rannsaka þetta nánar. Konurnar áttu það sameiginlegt að sjúkdómurinn tók sig upp af krafti eftir fæðingu en hafði mismikil áhrif á brjóstagjöf. Í dag telja þær sig allar vera í bataferli, þrátt fyrir að einkenni séu enn til staðar í mismiklum mæli. Þær voru allar sammála um að umfjöllun og þekkingu á sjúkdómnum væri ábótavant og að þær teldu þörf á frekari fræðslu og umræðum í samfélaginu.
    Lykilhugtök: Átröskunarsjúkdómar (lystarstol/lotugræðgi), meðganga, brjóstagjöf, afleiðingar, orsakir, upplifun og fæðing.

Athugasemdir: 
  • Athugasemdir er á óskilgreindu tungumáli Verkefnið er lokað til 1. júlí 2012
Samþykkt: 
  • 30.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8826


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Útdráttur.pdf69.1 kBOpinnÚtdráttur PDFSkoða/Opna
Inngangur.pdf90.89 kBOpinnInngangurPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf22.46 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Heildartexti.pdf1.82 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna