is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8834

Titill: 
  • Hvað ert þú að vilja upp á dekk? : fagleg ráðgjöf stjórnenda til kennara
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á stöðu faglegrar ráðgjafar skólastjóra til kennara. Rýnt er í hlutverk skólastjóra sem faglegir ráðgjafar og rætt um einkenni lærdómssamfélaga. Fjallað er um starfsþróun kennara og ýmsar þjálfunarleiðir til að efla þá í starfi. Þá var rannsakað frá hverjum kennarar fengu ráðgjöf, um hvað hún fjallaði og hvaða hindranir voru á veginum. Bent er á leiðir til að auka faglega ráðgjöf til kennara til að efla þá í starfi og bæta árangur nemenda.
    Rannsóknin fór fram 2009-2011 og fylgir eigindlegum rannsóknarhefðum með hálfstöðluðum viðtölum við kennara og stjórnendur í þremur grunnskólum. Rætt var við tvo kennara í hverjum skóla, annan með litla starfsreynslu og hinn með mikla starfsreynslu til að fá betri sýn á þörf þeirra fyrir faglega ráðgjöf. Þá var rætt við þá stjórnendur sem kennararnir bentu á sem sinn faglega ráðgjafa.
    Í niðurstöðunum kemur fram að skólastjórar eru lykilpersónur í að skipuleggja faglega ráðgjöf fyrir kennara. Kennarar fá faglega ráðgjöf frá skólastjórnendum, samstarfsfólki og ýmsum sérfræðingum. Ráðgjöfin fjallar helst um samskipti við nemendur og foreldra og um ýmis hagnýt mál sem snúa að kennarastarfinu. Kennararnir hafa almennt jákvætt viðhorf til ráðgjafar en eru mis áhugasamir um að fá ráðgjöf inn í bekk. Margir virðast vera feimnir við að fá utanaðkomandi aðila til að gefa þeim faglega ráðgjöf í kennslu. Kennararnir höfðu flestir jákvæð viðhorf til námskeiða og annarrar starfsþróunar en fannst hún ekki mega verða of tímafreka eða umfangsmikil. Þeim fannst mikilvægt að starfsþróunin væri markviss og sniðin að þeirra þörfum. Helstu hindranir á faglegri ráðgjöf er að mati stjórnenda tímaskortur og skortur á fjármagni. Áhugi skólastjóra á aukinni faglegri ráðgjöf og áhugi kennaranna á samstarfi við aðra kennara gefur skólastjórum tækifæri til að efla lærdómssamfélag innan skólanna og auka tengsl við aðra skóla og nærumhverfið.

Samþykkt: 
  • 31.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8834


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed.ritgerd_AstaBjarneyEliasdottir_juni2011.pdf634.23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna