ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8835

Titill

Meðferðarsamband : samskipti hjúkrunarfræðinga við sjúklinga og aðstandendur í líknandi meðferð í heimahúsum

Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna samskipti milli hjúkrunarfræðinga, sjúklinga og aðstandenda þegar líknandi meðferð í heimahúsi er veitt. Stuðst var við kenningu Peplau um þróun samskipta í meðferðarsambandi milli hjúkrunarfræðings og sjúklings. Þetta er mjög verðugt viðfangsefni til rannsóknar þar sem samskipti eru mikilvægur þáttur í myndun meðferðarsambands hjúkrunarfræðinga og sjúklinga.
Aðferð: Rannsóknin er hluti af stærri rannsókn sem nær til allra hjúkrunarfræðinga sem vinna við líknandi meðferð í heimahúsum. Úrtak rannsóknarinnar voru fjórir hjúkrunarfræðingar sem ekki var búið að taka viðtöl við. Rannsóknargagna var aflað með hálf stöðluðum viðtölum. Við greiningu gagna var notuð Grunduð kenning.
Niðurstöður: Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að þátttakendur töldu fagmennsku í starfi vera mjög mikilvæga og að þeir sinntu sjúklingum á þeirra forsendum. Fram kom hjá öllum þátttakendum hversu mikilvægt það væri að mynda góð tengsl í upphafi meðferðarsambands og að traust væri mikilvægt í starfi hjúkrunarfræðinga sem sinntu líknandi meðferð í heimahúsi. Einnig töluðu þátttakendur um að undirbúa þyrfti lok meðferðarsambands vel. Við gagnagreiningu komu fram fimm undirþemu sem endurspegluðu það sem þátttakendur töldu vera mikilvæg í meðferðarsambandi. Þau voru: undirbúningur; samskipti; tengsl; traust og lok meðferðarsambands. Síðasta skref gagnagreiningarinnar var að finna sameiginlegt yfirþema sem var lýsandi fyrir öll undirþemun, en það var fagmennska í hjúkrun. Niðurstöður gefa vísbendingar um að hjúkrunarfræðingar sem sinna líknandi meðferð í heimahúsum eru meðvitaðir um mikilvægi þess að mynda gott og traust samband við sjúklinga og fjölskyldur þeirra.
Lykilhugtök: krabbamein, líknandi meðferð, meðferðarsamband, samskipti.

Athugasemdir

Verkefnið er lokað til 1. maí 2013

Samþykkt
31.5.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
meðferðarsamband m... .fræðinga og sj..pdf723KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna