is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8842

Titill: 
  • Tvöfeldni kvennatímarita. Um þátt kvennatímarita í hlutgervingu kvenna og veruleikaflótta
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er sýnt fram á tvíþætt eðli kvennatímarita. Annars vegar er fjallað um það gildi sem þau geta haft fyrir kvenkyns lesendur sína sem lesa þau til þess að slaka á og hvíla sig á kröfuhörðum raunveruleika. Hins vegar er fjallað um mögulegar ástæður fyrir þörf kvenna til þess að flýja líf sitt um stundarsakir og rök færð fyrir því að kvennatímarit eigi þátt í því að gera þeim lífið óbærilegt.
    Fyrst er velt fyrir sér þeirri merkingu sem konur leggja í texta tímaritanna og gerð grein fyrir þeirri kenningu að merking texta verði fyrst til við lestur frekar en að merking hans sé niðurnjörvuð. Merkingin sé persónubundin og háð gagnvirkni milli texta og þess lesanda sem les hverju sinni. Af því leiði að ekki sé hægt að líta einungis á texta sem stafi á blaði heldur verði að skoða hann út frá því hlutverki sem tímaritin hafa í lífi kvenna. Þannig sé skýrar á hvaða hátt konur nýta efni blaðanna til að draga upp ímynd af sjálfri sér sem þær eru sáttar við og skapi jafnvel heim sem þær geta gengið inn í þegar daglegt líf er þeim of erfitt.
    Því næst er fjallað um auglýsingaheiminn sem kvennatímarit miðla og sýnt fram á hvernig hann hlutgeri konur sem kyntákn og geri um leið gífurlegar kröfur til kvenna um hvernig þær eigi að líta út og haga sér. Það ýti svo aftur undir þörf þeirra fyrir að flýja yfir í ímyndaðan heim sinn. Gerð er grein fyrir aðferðum auglýsingafyrirtækja til þess að reyna að fá konur til að gangast upp í hlutverki sínu og áhrifunum sem sífelld leit að fullkomnum hefur á sjálfsmynd kvenna. Ástæðan að baki veruleikaflótta kvenna sé því ekki af góðu kominn og í hvert skipti verði erfiðara fyrir konurnar að snúa aftur til raunveruleikans. Bent er á kaldhæðni þess að konur skuli nýta kvennatímarit sem dyr að sjálfsköpuðum ímyndunarheimi þar sem konur eru lausar undan samfélagslegri pressu þegar tímaritin stuðla á sama tíma að flóttanum.

Samþykkt: 
  • 31.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8842


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tvöfeldni kvennatímarita, lokaverkefni 2011.pdf936.63 kBLokaðurHeildartextiPDF