is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8845

Titill: 
  • Námskrárforysta : áhrif skólastjóra á námskrárgerð
  • Titill er á ensku Curriculum leadership
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna með hvaða hætti skólastjórnendur taka þátt í skólanámskrárgerð og hvernig eftirfylgni skólastjóra með framkvæmd skólanámskrár er háttað. Tilgangur rannsóknarinnar var jafnframt að varpa ljósi á mikilvægi forystuhlutverks stjórnenda, fylgjast þeir með t.d. á vettvangi skólastofunnar eða ræða við kennara um hvernig gangi? Síðasta áratug hefur orðið mikil hreyfing í skólastarfi á Íslandi í þá veru að stjórnendur verði meiri faglegir leiðtogar, veiti kennslufræðilega forystu og dreifi völdum og ábyrgð innan stofnunarinnar. Jafnframt er nú meiri áhersla lögð á fjölbreytta kennsluhætti s.s. einstaklingsmiðað nám nemenda og teymisvinnu kennara. Utan um allt skólastarf og þróun þess hverfist svo námskrá, opinber og skólanámskrá hvers skóla. Rannsóknir hérlendis eru ekki enn fyrirferðarmiklar á þessu sviði en talsverð breidd er í rannsóknum á sviðinu erlendis.
    Rannsóknin fór fram í einum heildstæðum grunnskóla á Íslandi. Þátttakendur voru skólastjóri, aðstoðarskólastjóri og þrír kennarar. Gagnaöflun fólst í viðtölum við þátttakendur, vettvangsnótum og gögnum af heimasíðu skólans.
    Rannsóknin er tilviksrannsókn sem byggist á eigindlegri rannsóknaraðferð í einum skóla þar sem tekin voru hálfopin viðtöl til þess að ná fram svörum við rannsóknarspurningu verkefnisins og þau rædd í fræðilegu ljósi. Helstu niðurstöður eru þær að stjórnendur veita forystu í námskrárgerð skólans. Skólastjóri var virkur þátttakandi í skólanámskrárgerð við undirbúning og upphaf skólastarfs í skólanum og hefur haldið því hlutverki eftir því sem skólinn hefur þróast og mótast.
    Viðmælendur rannsóknarinnar voru sammála um að í skólanámskrá skólans væri heildarsýn skólastarfsins. Forystuhlutverk skólastjóra felst einkum í því að veita sterka kennslufræðilega forystu og dreifa völdum út til starfsmanna. Þetta endurspeglast í því að allir virðast eiga hlutdeild í skólanámskrárgerð og ákvarðanatöku um fagleg málefni skólans. Stjórnendur og kennarar voru sammála um að ekki væri þörf á að hafa millistjórnendur við skólann. Skólastjórinn leggur frekar áherslu á að dreifa ábyrgð og völdum út til teyma skólans og ráða í störf við stoðþjónustu. Skólastarfið virðist endurspegla traust og virðingu milli stjórnenda annars vegar og kennara hins vegar. Skólastjóri veitir metnaðarfulla forystu og virðist hafa góða tilfinningu fyrir því starfi sem unnið er í skólanum.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this research was to find out in what way school managers participate in the making of the school-based curriculum in what way they follow up on the procedure. The purpose of the research was also to shed some light on the importance of managers having a role of leadership; do the follow up on the work in the classrooms or discuss it with the teachers? For the last decade there has been a great movement in Iceland in the direction that managers should take a more professional guidance role, be pedagogical leaders, and distribute leadership and responsibility within the institution. There is also more focus on diverse teaching, individualized studies for students and teachers’ teamwork.
    Both the official curriculum and the school-based curriculum is built around all schooling and its development. Research in this field is not comprehensive in Iceland as yet, but quite a lot of research has been done in other countries.
    The research took place in one comprehensive elementary school in Iceland. The participants were the principal, assistant principal and three teachers. Data collection consisted of interviews with participants, field-notes and data from the school´s web-site.
    The research is a case study based on a qualititative research method in one school where semi-structured interviews were taken to get answers to the research questions of the thesis which were then discussed theoretically. The main conclusion is that managers do lead in the making of school-based curriculum. The principal has been an active participant in the curriculum development, right from the opening of this particular school and has kept that role.
    The interviwees were in agreement that the school-based curriculum consisted of the school´s overall vision. The principals instructional leadership role consists mostly of leading in a strong, pedagogical way and distribute leadership to his staff. This is reflected in that everyone seems to be involved in the curriculum-making and decisions regarding the school´s academic matters. Managers and teachers were in agreement about there being no need for middle manangers at the school. The principal prefers to delegate responsibility and power to the school´s teams and hire people for support services. There seems to be a mutual trust and respect between managers on the one hand and teachers on the other hand. The principal is an ambitious leader and seems to have a good understanding of the work done in the school.

Samþykkt: 
  • 31.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8845


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elín Einarsd-M.Ed.lokaverkefni.pdf527.97 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna