is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8846

Titill: 
  • Er þetta hnífur, sem ég sé? : birtingarmyndir sársaukans á leiksviði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Frelsið til að afneita sársauka heimsins á ekki við í listum. Listin vinnur með skynjun áhorfandans hvort sem er á líkamlega og andlega sviðinu og samspili þar á milli. Átök og togstreita eru uppistaða dramatískrar framvindu og varpa ljósi á stöðu manneskjunnar frami fyrir hinum stóru tilvistarlegu spurningum. Skynjun veruleikans er grunnþátturinn í öllum samskiptum og listsköpun leikhússins. Átökin og árekstrarnir sem skapa dramatíska spennu og framvindu eru knúnir áfram af skynjun kvalar og sársauka, hvort sem um er að ræða líkamlega eða andlega nauð.
    Ástin ein og sér er lítils virði ef maður skynjar ekki sársaukann sem hlýst af því að tapa henni eða gleðina við að finna hana. Sársaukinn hefur áhrif á allt okkar daglega líf. Sársauki hefur áhrif á hegðun okkar og hreyfingar, skynjun og skilning. Hvort sem við óttumst sársaukann, flýjum undan honum eða reynum að útiloka hann úr lífi okkar þá mótar hann tilvistarlegar aðstæður okkar.
    Líkamlegur sársauki er jafn ósýnilegur og góð hugmynd. Hann á sér ekkert sýnilegt efnislegt áreiti. Sársaukinn finnur tjáningarform sitt í myndgervingu ímyndunarinnar og hugmyndir kvikna út frá áreiti hverskyns kvalar. Ímyndunin er form án sýnilegrar efnislegrar myndar. Sársaukinn notar afl ímyndunarinnar til þess að mynda form sitt og ímyndunin er drifin áfram af sársauka, óttanum við sársauka, skynjuninni á heiminum, þannig finnur hún form sitt. Þannig er frelsi listarinna falið í veru-leiknum, þar sem skynjun sársaukans, hvaða nafni sem hann nefnist felst í formgerð hinnar yfirfærðu skynjunar raunveruleikans.
    Þannig getum við, með því að beina sjónum að skynjun-áreiti-formi sársaukans og ímyndunarinnar, aukið við skilning okkar á afstöðu höfundar og gjörðum persónanna í hvaða leikverki sem er.
    Lausnin undan sársaukanum gegnir einnig miklu máli því hún gefur okkur vísbendingu um þá stefnu sem heildarhugmynd verksins fylgir eftir, líkt og vatnaskil segja okkur til um í hvaða átt jökulhlaupið rennur.

Samþykkt: 
  • 31.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8846


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf180.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna