is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/884

Titill: 
  • Heilsustofnun HNLFÍ í Hveragerði : heilsutengd ferðaþjónusta: markaðsgreining
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Skýrsla þessi inniheldur markaðsgreiningu á heilsutengdri ferðaþjónustu þar sem fræðilega hugtakið þjónusta (e. service) er skoðað í því samhengi. Í grunninn var þjónustufyrirtækið Heilsustofnun notað þar sem skoðaðir voru ákveðnir þættir sem lúta að þeirri þjónustu sem fyrirtækið er að veita. Með þeirri starfsemi sem fyrirtækið býr við í dag er stefna þess að sækja inn á nýja markaði þar sem erlendir ferðamenn koma sterklega til greina. Hugmyndin er að bjóða upp á heilsutengda ferðaþjónustu tengda spa meðferðum. Við greiningu á umhverfi Heilsustofnunar, til að geta lagt mat á stöðu þess gagnvart nýjum mörkuðum erlendis, var Bláa lónið skoðað með því hugarfari að gera samanburð á þessum tveimur fyrirtækjum þ.e. Heilsustofnun og Bláa lóninu. Bláa lónið er leiðandi fyrirtæki í heilsutengdri ferðaþjónustu á Íslandi. Þar fer fram öflug starfsemi í spa meðferðum og því áhugavert að skoða uppbyggingu og starfsemi fyrirtækisins til að meta síðan stöðu Heilsustofnunar. Farið var stuttlega í gegnum þróun ferðaþjónustu bæði í heiminum og á Íslandi. Síðan var skýrslan afmörkuð þar sem settir voru niður áhugaverðir markaðir sem tengjast vexti ferðamennskunnar og þjóðirnar síðan skoðaðar út frá baðmenningu þeirra. Myndaðir voru markhópar sem teljast áhugaverðir fyrir Heilsustofnun að skoða út frá skilgreiningu á heilsutengdri ferðaþjónustu og spa. Tekin voru viðtöl við aðila sem tengjast Heilsustofnun og skoðaðir þætti sem snúa að þeirri þjónustu sem þar er veitt. Einnig voru tekin viðtöl við aðila sem tengjast Bláa lóninu og skoðaðir þættir sem tengjast bæði markaðsmálum fyrirtækisins og veittum spa meðferðum. Með þessum upplýsingum sem fengust bæði úr viðtölunum og eins úr þeim gögnum sem rýnt var í var lagt mat á möguleika Heilustofnunar til frekari útvíkkunar á starfsemi. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru síðan þær að umhverfi Heilsustofnunar og starfsemi býr yfir ákveðnum möguleikum til að bjóða upp á heilsutengda ferðaþjónustu. Það er mat höfundar að skipulagsform fyrirtækisins og viðhorf starfsfólks til þeirrar þjónustu sem það veitir beri vott um formfestu og íhaldssemi. Skortur á sveigjanleika þjónustunnar gæti síðan komi í veg fyrir stefnu þess á nýjan markað. Skoða þarf einnig ýmsa þætti eins og verð og gæði á þjónustu sem verið er að veita, það getur reynst erfitt að blanda saman núverandi markhópi fyrirtækisins við nýjan og halda starfseminni óbreyttri þar sem hinn nýji markhópur gerir eflaust meiri kröfur til betri og meiri þjónustu.
    Lykilorð: Þjónusta, ferðaþjónusta, heilsutengd ferðaþjónusta, Heilsustofnun, markaðsgreining.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2006
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/884


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
heilsustofnunHNLFI.pdf521.62 kBTakmarkaðurHeilsustofnun HNLFÍ í Hveragerði - heildPDF
heilsustofnunHNLFI_e.pdf108.95 kBOpinnHeilsustofnun HNLFÍ í Hveragerði - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
heilsustofnunHNLFI_h.pdf164.02 kBOpinnHeilsustofnun HNLFÍ í Hveragerði - heimildaskráPDFSkoða/Opna
heilsustofnunHNLFI_u.pdf110.54 kBOpinnHeilsustofnun HNLFÍ í Hveragerði - útdrátturPDFSkoða/Opna