ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniListaháskóli Íslands>Tónlistardeild>Lokaritgerðir (BA, B.Mus.)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8863

Titill

Þróun lúðrasveita í Reykjavík og áhrif þeirra á íslenskt tónlistarlíf

Skilað
Mars 2011
Útdráttur

Lúðrasveitir eða blásarasveitir þykja ekki almennt séð verðugur vettvangur meðal tónskálda. Þegar fyrstu lúðrasveitirnar voru stofnaðar hér á landi voru þær vinsælar og þóttu skemmtileg tilbreyting að horfa á þær spila en með tímanum fóru vinsældirnar að dampa. Ástæðurnar fyrir því má rekja til meiri og betri menntunar á tónlistarsviði og færari hljóðfærileikara en voru í sveitunum sem fólk kaus heldur að sjá. Ástæðurnar fyrir því að lítið er samið fyrir lúðrasveitir eru margar. Kunáttuleysi spilara og tónskálda varð helst til þess að fáir sömdu fyrir þessa samsetningu af hljóðfærum. Þó voru nokkrir sem
áttu nokkurnveginn markaðinn og það voru það að sjálfsögðu vanir
lúðrasveitarmenn og auk þess lærð tónskáld. Þetta eru þeir Karl Ottó Runólfsson, Árni Björnsson og Páll Pamplicher Pálsson. Karl og Árni sömdu aðalega marsa fyrir sveitirnar en Páll fór lengra í sínum tónsköpunum og hefur samið margbreytileg verk fyrir lúðrasveitir sem eru sérstaklega vel skrifuð, krefjandi og sýnir hvað lúðrasveitir geta. Lúðrasveitir hafa frá upphafi verið settar saman úr áhugamönnum sem mörgum þykir fráhrindandi að semja fyrir þar sem spilararnir hafa oft ekki þá kunnáttu sem þarf til að flytja verkið. Blásarsveit Reykjavíkur sem stofnuð var af Kjartani Óskarssyni og Tryggva Baldvinsyni hefur bætt stórlega þar úr.

Samþykkt
31.5.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lokaritgerd.pdf325KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna