ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8873

Titill

Hvað þarf að hafa í huga þegar ákvörðun er tekin um það í hvaða mynt eigi að taka lán ?

Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Í ritgerð þessari er fjallað um þá þætti sem koma til með að hafa áhrif á þann kostnað sem við þurfuð að bera við lántöku. Það er að mörgu að hyggja þegar ákvörðun er tekin um það hvers konar lán geti verið hagstæðast. Margir óvissuþættir varðand framtíðina skipta þar miklu máli og einnig sú áhætta sem óvissan skapar. Þeir þættir sem mestu máli skipta og fjallað er um eru vextir, verðbólga, verðtrygging og gengi gjaldmiðla. Í umfjöllun um vexti er farið í að útskýra mismunandi vexti og sýnt hvernig þeir eru reiknaðir. Stýrivextir Seðlabanka Ísland kynntir og fjallað um það hvernig Seðlabanki Íslands notar vextina sem stjórntæki. Áhrif verðbólgu og verðtryggingar ásamt því að skoða tilurð verðtryggingar. Gengi gjaldmiðla, hvernig það er ákvarðað og hvaða þættir eru það sem hafa áhrif á gengi gjaldmiðla og einnig hvaða áhrif gengi gjaldmiðla hefur á hagkerfið. Hin ýmsu form lána eru kynnt og að lokum gerður útreikningur þar sem borin eru saman lán í íslenskum krónum og lán í erlendri mynt ástamt myntkörfuláni. Það er ekki hægt að komast að einni ákveðinni niðurstöðu varðandi það hvaða lán sé hagstæðast, það þarf að skoða alla þá þætti hverju sinni sem hafa áhrif á lánin. Hvernig staðan í vaxtamálum er hverju sinni með tilliti til verðbólgu. Það þarf að skoða raunverulegt verðmæti vaxta þegar verið er að bera saman vexti. Gengi gjaldmiðla hefur einnig mikil áhrif en það hefur reynst mjög erfitt að spá fyrir um gengi gjaldmiðla til skemmri tíma og oft virðist gengisþróun litla stoð eiga í þróun undirliggjandi efnahagsstærða. Áhættan felst einna helst í vaxtaáhættu vegna breytilegra vaxta og einnig gengisáhættu vegna óhagstæðra hreyfinga á erlendum gjaldmiðlum gangvart íslensku krónunni.
Lykilorð: Vextir, verðbólga, verðtrygging, gjalmiðlar, lán.

Samþykkt
31.5.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lokaritgerð GK.pdf1,13MBLokaður Heildartexti PDF  
útreikningur lána ... .xlsx323KBLokaður Fylgiskjöl Microsoft Excel