is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8876

Titill: 
  • Aukinn ójöfnuður á Íslandi: Áhrif stjórnmála og markaðar í fjölþjóðlegum samanburði
Útgáfa: 
  • Desember 2006
Útdráttur: 
  • Í þessari grein er fjallað um aukningu ójafnaðar í tekjuskiptingu Íslendinga síðasta áratuginn. Rannsóknin byggir á fjölþættum gögnum frá Hagstofu Íslands, ríkisskattstjóra, Þjóðhagsstofnun og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, auk erlendra samanburðargagna.
    Niðurstöður sýna að ójöfnuður jókst vegna fjölþættra áhrifa. Lágtekjufólk dróst aftur úr með minni hækkun heildartekna fyrir skatta og bætur. Hátekjufólk naut um leið meiri hækkunar sinna tekna umfram aðra í samfélaginu, einkum í formi fjármagnstekna.
    Skattastefna síðasta áratugar og rýrnun barna- og vaxtabótagreiðslna varð síðan til þess að magna upp ójöfnuð enn frekar og framkalla aukna gleikkun milli allra þrepa tekjustigans.
    Á Vesturlöndum hefur almennt gætt aukinnar tilhneigingar til ójafnaðar í tekjuskiptingu af völdum markaðarins og hnattvæðingar (fyrir skatta). Nær öll vestrænu ríkin hafa hins vegar aukið jöfnunaráhrif skatt- og velferðarkerfa sinna til að milda þessi
    auknu ójafnaðaráhrif. Stefnan á Íslandi var öndverð þessu, enda minnkuðu jöfnunaráhrif skatt- og velferðarkerfisins hér á landi verulega á tímabilinu og virðast þau nú vera með þeim minnstu sem finnast í hagsælu ríkjunum.
    Skattleysismörkin eru sá þáttur skattkerfisins sem helst jafnar tekjuskiptinguna þegar aðeins er eitt þrep í álagningunni, eins og nú er á Íslandi. Því hærri sem skattleysismörkin eru því meiri eru jöfnunaráhrif skatta við slíkar aðstæður. Ef skattleysismörk
    munu ekki fylgja launavísitölu á næstu árum má að öðru óbreyttu búast við að enn lengra verði gengið í ofangreinda átt, til aukins ójafnaðar í tekjuskiptingunni á Íslandi.

Birtist í: 
  • Stjórnmál og stjórnsýsla, 2 (2) 2006, 129-156
ISSN: 
  • 16706803
Athugasemdir: 
  • Fræðigrein
Samþykkt: 
  • 31.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8876


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
a.2006.2.2.1.pdf809.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna