is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8878

Titill: 
  • Hvernig birtist náttúran í verkum íslenskra samtímalistamanna
  • Titill er á ensku How is nature revealed in Icelandic contemporary art
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um niðurstöður viðtala sem höfð voru við tíu íslenska samtímalistamenn, þau Önnu Líndal, Brynhildi Þorgeirsdóttur, Eggert Pétursson, Georg Guðna, Eirúnu Sigurðardóttur og Sigrúnu Hrólfsdóttur í Gjörningaklúbbnum, Guðrúnu Einarsdóttur, Guðrúnu Kristjánsdóttur, Halldór Ásgeirsson, Pétur Thomsen og Sigtrygg Bjarna Baldvinsson, til þess að kanna áhrif náttúrunnar á verk þeirra.
    Listamennirnir voru flokkaðir eftir verkum sínum og viðtölum í eftirfarandi flokka; „Lofsyngja“ (celebrate), „Endurspegla“, (reflect), „Samskipti“ (interact), og „Vernda“ (protect). Verk þessara listamanna hafa mikið menntunargildi fyrir nemendur og allan almenning og greinilegt var að verndun náttúru var þeim hugleikin.
    Af niðurstöðum rannsóknarinnar að dæma þarf að auka kennslu varðandi skilgreiningar fagurfræðinnar og auka bein tengsl nemenda við náttúruna með fjölbreyttri útikennslu. Með aukinni fagurfræðilegri þekkingu munu nemendur eiga auðveldara með að taka afstöðu og verða gagrýnni í hugsun. Einnig kom fram athyglisverð nálgun á hið nýja samtímalandslag sem sífellt er í mótun. Atriði sem varða siðferði og lýðræðissjónarmið eru einnig mikilvægir þættir sem menntunarsamfélagið þarf að skoða.

  • Útdráttur er á ensku

    In the thesis, the interviews with ten Icelandic contemporary artists are discussed in order to explore the effect of nature on their work. The ten artists are: Anna Líndal, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Eggert Pétursson, Georg Guðni, Eirún Sigurðardóttir and Sigrún Hrólfsdóttir in The Icelandic Love Corporation, Guðrún Einarsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Halldór Ásgeirsson, Pétur Thomsen og Sigtryggur Bjarni Baldvinsson.
    The artists were grouped from their work and the results of the interviews to the following groups: Celebrate Reflect, Interact and Protect. The work of these artists has much intellectual value, for both students and the public. It was obvious how important the nature and its protection are for the artists.
    The results indicate that increased teaching is necessary in aesthetics and the direct contact of students with nature by various outdoor teaching and activities needs to be facilitated. Increased teaching in aesthetics will help students to take a stand and be more critical in thought. Also an interesting aspect of the new constantly changing contemporary landscape was discussed. Aspects of morality and democracy are also important values that need attention of the educational society.

Samþykkt: 
  • 31.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8878


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
meistaraverkefni-ass-maí-2011-lokaskil á skemmu.pdf883.99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna