ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8881

Titill

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands : breytt aðkoma að markaði

Útdráttur

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefur verið starfrækt frá árinu 1993 og hefur síðan þá staðið fyrir stórum sem smáum menningarviðburðum á Norðurlandi og víðar. Í ágúst 2011 flutti hljómsveitin í Menningarhúsið Hof og fékk þar fast aðsetur ásamt frábærri æfinga- og tónleikaaðstöðu. Þannig myndaðist nýr grundvöllur fyrir markaðsstarf hljómsveitarinnar.
Í þessu verkefni er markaðsumhverfi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands greint með það að markmiði að gera nýja markaðs- og aðgerðaráætlun.
Rætt var við nokkra samkeppnisaðila hljómsveitarinnar á menningar-markaðinum um hvað þeir væru að gera í sínum markaðsmálum. Þó að samkeppnisaðilarnir bjóði upp á misjafna afþreyingu kom í ljós að þeir nota í mörgum tilfellum svipaðar aðferðir þar sem áhersla virðist vera lögð á ódýrar og árangursríkar aðferðir. Þetta er einmitt sá flötur sem hentar starfsumhverfi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands mjög vel, þar sem breytingar í efnahagsumhverfinu hafa þrengt að fjárhag hennar síðustu ár. Hljómsveitin notar nú þegar hluta af þessum aðferðum, en í nýrri markaðs- og aðgerðaráætlun er áhersla lögð á að útfæra þær betur ásamt því að kanna nýjar leiðir.
Markmið nýrrar markaðs- og aðgerðaráætlunar er að veita Sinfóníuhljómsveit Norðurlands möguleika á að styrkja markaðsstarf sitt á auðveldan, markvissan og ódýran hátt og þar með að bæta markaðsstöðu sína.
Lykilorð: Markaðsáætlun, aðgerðaráætlun, markaðsumhverfi, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, samkeppnisaðilar.

Athugasemdir

Verkefnið er lokað

Samþykkt
31.5.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lokaverkefni SN.pdf708KBLokaður Heildartexti PDF