is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8891

Titill: 
  • Vægi námsþátta í stærðfræði : tengsl námskrár, námsefnis og námsmats
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar ritsmíðar er að kanna vægi námsþátta í stærðfræði 8. -10. bekkja grunnskóla. Vægi inntaksmarkmiða í námskrá, kennslubókum í stærðfræði og samræmdum prófum er kannað og skipt niður í flokka og hlutfallslegt vægi þeirra sett upp í töflur. Töflurnar voru notaðar til samanburðar milli námskrár, kennslubóka í stærðfræði og samræmdra prófa. Sérstök áhersla var lögð á markmið eins námsþáttar, Tölfræði og líkindafræði. Niðurstöður um vægi námsþátta voru notaðar í viðtölum við fólk sem með vinnu sinni hefur áhrif á hvernig vægi þeirra birtist í kennslubókum og prófum. Þátttakendur í rannsókninni voru fimm talsins, tveir höfundar stærðfræðikennslubóka, ritstjóri hjá Námsgagnastofnun, stærðfræðikennari í unglingadeild grunnskóla og höfundur samræmdra prófa hjá Námsmatsstofnun.
    Þó að ekki megi alhæfa um niðurstöður rannsóknarinnar gefur hún vísbendingar um:
    -Að vægi námsþáttarins Tölfræði og líkindafræði sé svipað í
    námskrá og í kennslubókum.
    -Að verulegur munur sé á vægi námsþáttarins Tölfræði og líkinda-
    fræði í samræmdum prófum (2009-2010) og í kennslubókum (og
    námskrá).
    -Að túlkun kennslubóka og námsmats sé byggð á Aðalnámskrá
    grunnskóla, stærðfræði, en vægi námsþátta byggist aðallega á
    þrepamarkmiðum námskrárinnar.
    -Að leið breytinga og þróunar í námi og kennslu liggi í gegnum
    kennslubókina en þurfi samt stuðning og jákvæð viðhorf kennara.
    -Að tregða sé á allar breytingar á skólastarfi sem og á
    starfsemi stofnana og sjóða, breytingar taki langan tíma og
    venjur og hefðir hafi mikið að segja um hvernig hlutirnir eru
    gerðir.
    -Að nauðsynlegt sé að kennarar meti námskrá og kennsluefni á
    eigin spýtur og fái í hendur einhvers konar matstæki í því
    augna-miði.
    -Að aukin áhersla á námsþætti eins og Lausnaleit, Röksemda-
    færslu og Tengsl við daglegt líf eins og talað er um í formála
    Aðalnámskrár grunnskóla, stærðfræði, 2007 sjáist aðeins í
    þrepamarkmiðum sem eru í viðauka námskrárinnar.
    Í lokin er svo fjallað um hvernig yfirvöld geta komið áherslum sínum til framkvæmda í skólastofunni. Minnst er á leiðir eins:
    -Í gegnum breytingar á námskránni sjálfri.
    -Í gegnum fulltrúa sína í sjóðum og stofnunum sem hafa með
    námsefni að gera.
    -Í gegnum eftirlit með skólastarfi.

Samþykkt: 
  • 31.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8891


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefni_mai_prentun.pdf998.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna