is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/889

Titill: 
  • Mæling á ákefð í knattspyrnu : mælingar á hjartsláttartíðni hjá úrvalsdeildarliði karla á tveimur æfingum og í tveimur leikjum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð til BS.c-gráðu er að finna niðurstöður rannsókna á samanburð á ákefð í tveimur leikjum og tveimur æfingum hjá úrvalsdeildarliði ÍA karla í knattspyrnu. Mælingarnar voru framkvæmdar í Knattspyrnuhöll Akranes í mars 2007. Leikmenn ÍA báru púlsmæla um brjóstkassann. Púlsmælar þessir innihalda rafnema og nema hjartsláttartíðni leikmanna. Púlsmælarnir eru tengdir við tölvu sem les inn upplýsingar um hjartsláttatíðni leikmannanna. Niðurstöður okkar byggja á leiktíma leikmanna og hjartsláttartíðni þeirra á æfingum og í leik.
    Niðurstöður mælinga og samanburður okkar leiddi í ljós að það er munur á ákefð í leik og á æfingu. Munar þar um +21 slagi á meðal hjartsláttartíðni leikmanna. Einnig kom fram munur á ákefð á milli hálfleika í leikjunum. Hjartsláttartíðni leikmanna í fyrri hálfleik er hærri en hjartsláttartíðnin í seinni hálfleik. Þar munar um + 6,4 slögum/mín. á meðal hjartsláttartíðni leikmanna í leik nr.1 og + 3 slög/mín. í leik nr. 2. Við könnuðum mun á milli ákefð varnarmanna og miðju-/sóknarmanna í leik, þar kom lítill munur í ljós og er meðalhjartsláttartíðnin svipuð hjá þessum leikmannahópum. Miðju-/sóknarmennirnir eru að spila aðeins lengur á 90-100% ákefð en varnarmennirnir eða um 10,2% meiri tíma. Sé hins vegar skoðuð 80-100% ákefð þá er aftur á móti munurinn sá að varnarmennirnir eru að spila 2% lengri tíma á hærri ákefð en miðju-/sóknarmennirnir.
    Í ritgerð okkar munum við einnig fjalla um þær lífeðlisfræðilegu og líkamlegu kröfur sem íþróttin krefst af knattspyrnumönnum.

Samþykkt: 
  • 12.9.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/889


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf1.42 MBOpinnMeginmál PDFSkoða/Opna
Lokaverkefni til BS titils.pdf64.48 kBOpinnTitilsíða PDFSkoða/Opna