ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8900

Titill

Orðin okkar - orðin þeirra : um rof í orðaforða milli kynslóða

Skilað
Júní 2011
Útdráttur

Umræður og vangaveltur meðal íslenskukennara um slakan orðaforða nemenda urðu kveikjan að rannsókn þeirri sem hér er lýst. Rannsakandi hefur orðið var við að margir kennarar telja að nemendur þeirra eigi í erfiðleikum með að skilja daglegt mál lærifeðra sinna og að þeir eigi stundum í erfiðleikum með að lesa bókmenntir sem taldar eru til nútímabókmennta vegna þess að málfarið reynist þeim torskilið og framandi. Þetta virðist vera íslenskukennurum nokkurt áhyggjuefni og því fannst rannsakanda áhugavert að reyna að varpa ljósi á málefnið.
Fræðilegur grunnur rannsóknarinnar er sóttur til félagslegra málvísinda (e. sociolinguistics) með það fyrir augum að reyna að öðlast skilning á málfélagslegum veruleika kennara og nemenda.
Rannsóknin er rýnihóparannsókn sem gerð var á Akureyri. Rætt var við fjóra rýnihópa: Nemendur í 10. bekk grunnskóla, nemendur á lokaári í framhaldsskóla og íslenskukennara í grunn- og framhaldsskólum Akureyrar. Í hverjum hópi sátu sex einstaklingar. Í hópunum voru rædd viðhorf þátttakenda til þess hvort hugsanlega hafi orðið rof í orðaforða milli kynslóða.
Meginniðurstaða rannsóknarinnar er sú að viðmælendur telja að það megi greina ákveðið rof í orðaforða milli kynslóða sem þeir telja að megi rekja til samfélagsbreytinga nútímans og einangrunar kynslóða sem leiði af þessum breytingum.

Samþykkt
1.6.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Frida Petursdottir... .pdf337KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna