is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8909

Titill: 
  • Hverju breyttu kosningar? Um samhengi kosninga og stjórnarmyndana í 65 ár
Útgáfa: 
  • Júní 2007
Útdráttur: 
  • Á kjörtímabilunum 1937-1959 voru ríkisstjórnir skammlífar, þó aldrei vegna þess að kjósendur sneru við þeim baki heldur af því að samkomulag stjórnarflokka var erfitt og endasleppt. Í kosningum var tekist á um menn og málefni flokkanna en ekki um hugsanlegan
    stjórnarmeirihluta, nema aðeins í kosningunum 1956 þegar tilraun Framsóknarflokks og Alþýðuflokks („hræðslubandalags“) til að ná meirihluta með kosningabandalagi hlaut ekki brautargengi. Þessi takmörkuðu áhrif kjósenda á stjórnarmyndanir skýrast m.a. af mjög stöðugu fjögurra flokka kerfi með lítt breytanlegum fylgishlutföllum á árunum 1942-1967.
    Á viðreisnarárunum 1959-1971 var í kosningum tekist á um nauman meirihluta stjórnarflokkanna sem þeim tókst að verja tvívegis en misstu 1971. Með þeim kosningum hófst nýtt tímabil í kosningasögunni: Meiri fylgissveiflur milli kosninga og meira svigrúm fyrir nýja flokka sem oftast mynduðust við klofning hinna gömlu. Átta sinnum í röð urðu stjórnarskipti við kosningar. Fylgistap átti oft þátt, jafnvel meginþátt, í að fyrri stjórn sat
    ekki áfram óbreytt. Jafnframt fór gengi flokka í kosningum að ráða nokkru um möguleika þeirra á að taka þátt í næstu stjórnarmyndun.

Birtist í: 
  • Stjórnmál og stjórnsýsla, 3 (1) 2007, 65-84
ISSN: 
  • 16706803
Athugasemdir: 
  • Fræðigrein
Samþykkt: 
  • 1.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8909


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
a.2007.3.1.3.pdf167.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna