is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8912

Titill: 
  • „Þegar við vinnum saman er maður ekki einmana“ : starfendarannsókn grunnskólakennara með áherslu á að auka samvinnunám í kennslu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í rannsókn þessari er sjónum beint að eigin kennsluháttum. Meginviðfangsefni rannsóknarinnar er að skoða hvernig starfshættir mínir samræmdust gildum mínum um nám og kennslu og hvernig mér tækist að auka samvinnunám í kennslu minni en samvinnunám er kennsluaðferð sem byggist á því að einstaklingarnir vinna saman í tiltölulega litlum hópum til að ná sameiginlegum markmiðum. Markmiðið með því að auka hlut samvinnunáms var að skapa meiri fjölbreytni og reyna á þann hátt að koma til móts við mismunandi þarfir nemenda og efla þannig nám þeirra. Ég er umsjónarkennari á miðstigi í grunnskóla þar sem rannsóknin var unnin frá upphafi skólaárs 2010 fram á vorönn 2011. Aðferðum starfendarannsókna var beitt við rannsóknina en í slíkum rannsóknum er rannsakandinn sjálfur hluti af þeim aðstæðum sem hann rannsakar. Að auki tók rýnihópur þátt í rannsókninni en í honum voru samkennarar mínir sem þróuðu sig í því að nota samvinnunám í kennslu. Einnig tók rannsóknarvinur sem einnig var athugandi og nemendur mínir þátt í rannsókninni.
    Helstu niðurstöður voru þær að með því að auka samvinnunám í kennslu minni upplifði ég í ríkari mæli en áður að ég starfaði í samræmi við gildi mín um nám og kennslu. Með aukinni áherslu á samvinnu fannst mér ég greina aukna virkni, sjálfstæði og hjálpsemi meðal nemenda minna og að námsvitund þeirra hafi aukist. Í ljós kom að ákveðnir nemendur áttu í erfiðleikum með að læra í samvinnu við aðra. Hlutverk mitt færðist meira í þá átt að leiðbeina nemendum. Ég tel að ég hafi tekið framförum í notkun samvinnunáms í kennslu og mér fannst mikilvægt að læra um og nota þessa aðferð í samvinnu við aðra kennara með því að taka þátt í þróunarstarfi með rýnihóp og rannsóknarvini. Þátttaka kennara í hópi sem þessum tel ég vera árangursríka leið til að þróast í starfi.

Samþykkt: 
  • 1.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8912


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hildigunnar Bjarnadóttur, 15. maí 2011.pdf3.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna