is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8913

Titill: 
  • „Ég hef aldrei látið nemendur blanda eins mikið geði“ : starfendarannsókn
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Verkefnið er starfendarannsókn, þar sem fjallað er um þróunarvinnu sem tólf kennarar tóku þátt í veturinn 2010 til 2011. Rannsóknin spannaði tímabilið frá september til mars sama vetur. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig hópnum gekk að tileinka sér samvinnu¬náms¬aðferðina og miðla reynslu sinni til annarra, innan og utan hópsins. Einnig hvernig gekk að stýra þróunarhópnum við að tileinka sér hugmyndafræði og aðferðir samvinnunáms.
    Fræðileg umfjöllun fjallar um vinnustaðamenningu, um mikil¬vægi þess að kennarar fái tækifæri til að þróast í starfi, hvernig stjórn-endur geta stuðlað að þróun kennsluaðferða og mikilvægi þess að kenn¬urum sé skapaður vettvangur til starfsþróunar. Fjallað er um samvinnu¬námið sem kennsluaðferð og mikilvægi þess að nemendur fái notið hæfileika sinna í umhverfi jafnréttis og lýðræðis.
    Gagnaöflun fór fram á átta skipulögðum fundum, haldin var dagbók allt tímabilið auk þess sem rannsóknarvinur var mér til ráðgjafar og stuðnings. Ég hitti rannsóknarvininn nær daglega á sameiginlegum vinnustað en einnig á skipulögðum vikulegum fundum meðan á rannsókninni stóð. Niðurstöður rannsóknarinnar eru kynntar í sérkafla. Þar er fjallað um fundina og hvernig kennurum gekk að innleiða samvinnunámið. Hvaða leiðir þær fóru, hvaða hindranir þær tókust á við og hvernig þeim tókst oft á tíðum að fá lausnir á fundunum. Reyndar var það oft þannig að þegar þær fóru að segja frá þá sáu þær lausnina sjálfar.
    Í umræðukaflanum eru niðurstöður tengdar við fræðin, ýmsar vangaveltur dregnar fram og fjallað um hvernig tókst að leiða teymið og hvort samvinnunám hefur haft áhrif á aðra starfsmenn skólans og þá hvernig.

Samþykkt: 
  • 1.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8913


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Margrét Sverrisdóttir skil 15.05.11.pdf799.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna