is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8932

Titill: 
  • Faglegur stuðningur við kennara í starfi : viðhorf kennara í þremur skólum
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að skilja betur hvaða faglegan stuðning íslenskir grunnskólakennarar fá í starfsumhverfi sínu og hvers konar stuðningur skilar sér best í starfi með nemendum. Með auknum skilningi á þessum atriðum er hægt að komast betur að því hvað er vel gert og hvað ekki, m.a. til að að efla faglegt skólastarf og styrkja kennara í starfi.
    Gerð var eigindleg rannsókn sem byggðist á hálfopnum viðtölum við níu kennara úr þremur grunnskólum. Viðtölin voru tekin við kennarana skólaárið 2009–2010. Kennararnir voru af báðum kynjum og með ólíka starfsreynslu og bakgrunn. Leitast var við að átta sig á sameiginlegri reynslu kennaranna og reynslu þeirra af faglegum stuðningi í starfi.
    Niðurstöður leiddu í ljós að kennurum fannst samkennarar veita mestan stuðning. Það kom fram í máli allra viðmælenda að þeir ættu gott og gjöfult samstarf við þá bæði í daglegu samstarfi sem og á skipulögðum fundum. Samvinna var síendurtekið stef í viðtölunum. Kennararnir töluðu einnig um að greiður aðgangur að stjórnendum og gott samstarf við þá væru nauðsynlegir hlekkir í faglegu skólastarfi.
    Af niðurstöðunum má draga þá ályktun að ástæða sé til að gefa kennurum aukinn tíma til virkrar starfsþróunar og samvinnu. Einnig endurspegluðu niðurstöðurnar að með því að hlusta á raddir kennara væri hægt að efla faglegan stuðning við þá og bæta þannig skólastarf. Vonast er til að niðurstöður rannsóknarinnar varpi skýru ljósi á þann stuðning sem kennarar fá í starfi og gagnsemina af honum.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of the study was to further understand what professional support Icelandic primary school teachers get in their working environment and what kind of support best transfers into their work with pupils. By better understanding these elements we are more able to determine what is being done well and what is not. This information can be used to enhance professionalism and empower teachers.
    A qualitative study was conducted, based on semi-structured interviews with nine teachers from three primary- and lower secondary schools. The teachers were interviewed during the school year 2009–2010. The teachers were both male and female and with different work experience and backgrounds. I tried to understand their commonalities and their perception of professional support. The results indicate that teachers feel colleague support is the most important. All the interviewees commented on the positive effect peer support had on their work, both in their day-to-day work and organised meetings. Co-operation was a recurring theme through all the interviews. The teachers also mentioned that clear access to school management and a positive rapport with them was inductive to professionalism in schools.
    In conclusion, there is every reason to give teachers more time for effective job development and collaboration. Furthermore, the results showed that by listening to teachers it is possible to strengthen their professional support and by doing so, improve staff performance.

Samþykkt: 
  • 3.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8932


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed. 17. mai 2011-lokaskil.pdf930.99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna