ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


GreinHáskóli Íslands>Rafræn tímarit>Stjórnmál og stjórnsýsla>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8966

Titill

Vefþjónusta ríkisins

Útgáfa
Júní 2008
Útdráttur

Hér er skoðað hvernig íslenska ríkið stendur sig við vefþjónustu. Litið er til þeirra alþjóðlegu mælinga sem fyrir liggja og þær bornar saman við tölfræði alþjóðlegra gagnabanka og niðurstöður í doktorsrannsókn höfundar meðal almennings og starfsfólks ríkisstofnana frá árinu 2005. Í ljós kemur að staða Íslands í alþjóðlegum samanburði er bæði góð og slæm. Hið opinbera hefur ekki staðið sig við veitingu miðlægrar vefþjónustu og er meginskýringin sú að upplýsingavinnsla hefur ekki verið samþætt eins og gert er í öðrum ríkjum. Af því leiðir að hagkvæmni skortir og Ísland nær ekki viðunandi árangri á alþjóðlegum þroskamódelum. Staða ríkisstofnana á Íslandi er hins vegar góð samanborið við Danmörku og einsleitni mikil. Þrátt fyrir það er niðurstaðan sú að íslenska samfélagið, almenningur og stjórnvöld njóti ekki þess félagslega og hagræna ábata af upplýsingatækninni sem fjárfestingar ríkisstofnana gefa tilefni til. Því þarf að skoða
hvernig koma má á samþættingu og samvinnu stofnana við vefútgáfu, m.a. með uppbyggingu miðlægra stofnana og gagnagrunna. Þá er íslenskum almenningi, sem notar netið mest allra þjóða, ekki mætt á þeim tæknilegu samnefnurum sem hann hefur gert að sínum með sama hætti og gert er í öðrum vestrænum ríkjum.

Birtist í

Stjórnmál og stjórnsýsla, 4 (1) 2008, 33-63

ISSN

16706803

Athugasemdir

Fræðigrein

Samþykkt
6.6.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
a.2008.4.1.2.pdf673KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna