ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8975

Titill

Árangursmat á áfengis- og vímuefnameðferð á Teigi. Forrannsókn

Skilað
Júní 2011
Útdráttur

Meginmarkmið rannsóknar var að leggja grunninn að árangursmati á sex vikna hugrænni atferlismeðferð (HAM) sem veitt er við áfengis- og vímuefnavanda á Teigi, dagdeild fíknimeðferðar á Landsspítala. Meðferðin er sett saman úr HAM, áhugahvetjandi viðtalstækni og árvekni. Rannsóknir hafa sýnt að þessir þættir eru áhrifaríkir til að meðhöndla fíknivanda. Öllum sjúklingum sem hófu meðferð á rannsóknartímabilinu var boðið að taka þátt. Fjöldi þátttakenda sem hóf meðferð var 42 en 36 luku meðferð. Brottfall úr meðferð var 14,3%. Meðalaldur þátttakenda var 38 ár og kynjahlutfall var nokkuð jafnt. Spurningalistar sem meta árangur meðferðar, líðan, fíkn og viðhorf til neyslu vímuefna og fíknar voru lagðir fyrir í upphafi og við lok meðferðar. Marktækur munur var á skori allra spurningalista við lok meðferðar. Hlutfall þátttakenda sem svaraði meðferð ef miðað var við 20% bætingu á skori á spurningalistum var á bilinu 38-79%. Flestir þátttakendur mátu alla hluta meðferðarinnar sem mjög gagnlega. Hér er um forrannsókn að ræða. Niðurstöður gefa vísbendingar um að meðferðin sé árangursrík en úrtaksstærðin takmarkar alhæfingargildi niðurstaða.

Samþykkt
6.6.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Ásta Rún - Teigur.pdf737KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna