is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8977

Titill: 
  • Þekkingarstjórnun afþreyingarfyrirtækja í íslenskri ferðaþjónustu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna notkun þekkingarstjórnunar í afþreyingarfyrirtækjum í íslenskri ferðaþjónustu.
    Í fræðilega hlutanum er meðal annars fjallað um þekkingu, þekkingarstjórnun, miðlun þekkingar, þjálfun, staðla, mannauð og stefnumótun. Fimm fyrirtæki eru kynnt til sögunnar og viðtöl tekin við stjórnendur þeirra sem sumir eru jafnframt eigendur. Einnig var talað við verkefnisstjóra hjá Íslandsstofu um verkefni tengt ferðaþjónustunni. Eigindlegri aðferðafræði var beitt í rannsókninni.
    Ferðaþjónustan á Íslandi á sér ekki langa sögu. Áhugi ferðamanna á landinu hefur aukist með hverju árinu. Ýmis fyrirtæki hafa sprottið upp til að þjóna þessum hópi. Það sem hefur helst verið hamlandi er hvað afþreyingin hefur verið árstíðabundin og erfitt fyrir fyrirtæki að starfa einungis hluta af árinu. Nú er svo komið að fyrirtækin hafa verið að finna leiðir til að lengja ferðamannatímabilið og virðast margar góðar hugmyndir hafa kviknað og tækifæri myndast.
    Í ljós kom að íslensk fyrirtæki í afþreyingariðnaði ferðaþjónustunnar eru ekki markvisst að nýta sér tæki og tól þekkingarstjórnunar nema að litlu leyti. Viðmælendurnir þekkja allir vel til þessara fræða og árangri þeirra sem sýnt hefur verið fram á. Þekking, þekkingarstjórnun og meðferð upplýsinga skiptir sköpum í því samkeppnisumhverfi sem við búum í. Rannsóknir hafa verið gerðar sem sýna fram á mikilvægi þessara þátta. Viðmælendur rannsóknarinnar þekkja þessi fræði og vita að mannauðurinn skiptir fyrirtækin miklu máli. Þessi fyrirtæki eru að veita upplifun og mikilvægt að framlínustarfsfólkið hafi þekkingu og kunni að takast á við þær aðstæður sem geta komið upp. Rannsóknin styður það sem áður hefur komið fram að með því að virkja mannauðinn og nýta sér tæki og tól þekkingarstjórnunar til hámarksárangurs eru allir vegir færir og framtíðin björt í afþreyingariðnaði ferðaþjónustunnar á Íslandi.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 7.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8977


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þekkingarstjórnun afþreyingarfyrirtækja í íslenskri ferðaþjónustu_Heimildaskrá.pdf128.52 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Þekkingarstjórnun afþreyingarfyrirtækja í íslenskri ferðaþjónustu_í EBB.pdf844.38 kBLokaðurHeildartextiPDF