ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8984

Titill

Aðstandendur fólks með heilabilun, samanburður á líðan þeirra eftir því hvort sjúklingur er í dagþjálfun eða á biðlista eftir slíkri þjónustu

Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Markmið rannsóknarinnar var að meta líðan aðstandenda fólks með heilabilun og athuga hvort munur sé á líðan þeirra eftir því hvort sjúklingur sé í dagþjálfun eða á biðlista eftir slíkri þjónustu. Jafnframt var líðan metin út frá kyni, tengslum aðstandenda við sjúkling, því hvort viðkomandi væri sá sem sæi aðallega um umönnun eða ekki og hvort hann sæi einn um umönnun eða ekki. Líðan þeirra var einnig metin út frá því hvort viðkomandi væri bjartsýnn eða svartsýnn. Próffræðilegir eiginleikar listans Streitumæling fyrir aðstandendur voru auk þess kannaðir.
Megin tilgáta rannsóknarinnar var að aðstandendur fólks í dagþjálfun upplifi minni byrði, þunglyndi, kvíða og streitu og njóti meiri lífsánægju en aðstandendur þeirra sem voru á biðlista. Auk þess var talið að líðan kvenna væri verri en karla, líðan þeirra sem eru aðal- og einu umönnunaraðilar væri verri en þeirra sem eru það ekki og líðan þeirra sem eru svartsýnir væri verri en þeirra sem eru bjartsýnir.
Tilgátan um að líðan aðstandenda sjúklinga sem eru í dagþjálfun sé betri en aðstandenda þeirra sem eru á biðlista eftir slíkri þjónustu var ekki studd. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu jafnframt til að kyn aðstandenda hefði ekki áhrif á líðan þeirra. Tilgátan um að líðan maka sjúklings sé verri en barna stóðst að því leyti að makar upplifa meiri byrði auk þess sem makar í biðlistahópi njóta minni lífsánægju en börn í sama hópi. Tilgátan um að þeir sem væru aðalumönnunaraðilar upplifðu meiri byrði, þunglyndi, kvíða og streitu og minni lífsánægju en þeir sem væru það ekki var studd þar sem aðalumönnunaraðilar í biðlistahópi upplifðu meiri byrði en þeir sem ekki voru aðalumönnunaraðilar. Tilgátan um að líðan þeirra sem væru einu umönnunaraðilar væri verri en þeirra sem væru það ekki var studd að því leyti að þeir upplifa meiri byrði. Tilgátan um að lífssýn hafi áhrif á líðan stóðst jafnframt þar sem bjartsýnir upplifa minni kvíða og meiri lífsánægju. Auk þess sem bjartsýnir aðstandendur í dagþjálfunarhópi upplifa minni byrði, þunglyndi og streitu en þeir sem töldust svartsýnir. Niðurstöður varpa nokkru ljósi á líðan aðstandenda fólks með heilabilun á Íslandi.

Samþykkt
7.6.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Skemman.pdf869KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna