is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9003

Titill: 
  • Myndlist í opinberu rými
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar í grófum dráttum um myndlist í opinberu rými. Ég fjalla um breytinguna sem hefur orðið á hefðbundnum skúlptúr fyrri alda til þrívíddar verka nútímans. Helsta breytingin er sú að í nútíma rýmisverkum þá er virkni áhorfandans mikilvæg og einnig tengslin við vettvang staðarins, en áður þá var verkið oft óháð tíma og rúmi. Richard Serra hefur verinn talinn frumkvöðull í list í opinberu rými. Hann var í hefðbundnum skúlptúr en þróaðist ásamt öðrum framsæknum listamönnum í átt til skoðunar á opinberu rými. Tími staðarins og heyfing mannsins í gegnum hann varð hans útgangspunktur í listinni. Kristinn E.Hrafnsson tekur einnig þetta efni fyrir, en þó á ólíkan hátt. Hann samlagar sig meira aðstæðum og vinnur út frá sögu eða virkni staðarins og gefur því sýnilegt rými. Hlynur Hallsson er í sama flokki og fyrr nefndir listamenn en einbeitir sér meira að tungumálinu og gerð samfélagsins. Í lokin þá fjalla ég um nokkur eigin verk sem hafa tengingar inn á þetta svið. Vinnuaðferðir mínar og kveikjur að verkunum eru einnig til umfjöllunar.
    Að lokum þá tek ég saman alla þessa þætti og fjalla um þá í víðu samhengi. Ég horfi til framtíðar varðandi list í opinberu rými og kem með eigin hugrenningar í tengslum við það. Í gegnum ritgerðina þá á sé stað spjall á milli mín og ónefndar konu og endurspeglast þar ólík viðhorf okkar til myndlistar.

Samþykkt: 
  • 7.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9003


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf642.35 kBLokaðurHeildartextiPDF