is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9008

Titill: 
  • List í vélrænu samfélagi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á 19. öld átti sér stað merkileg umbreyting í heiminum. Fólk flykktist til borganna og umhverfið tók að breytast. Lífið varð skyndilega auðveldara og vinna fólks breyttist. Vélin hafði tekið við. Allt í einu var hægt að framleiða hvað sem var á ógnarhraða og samfélagið tók að fylgja hraðari takti. En um leið og þessar nýju vélar tóku við hlutverkum mannanna breyttist staða mannsins í lífi og listum. Fútúristar endurspegluðu nýja tíma með brautryðjendasjónarmiðum sínum um endurnýjun menningarinnar og þörfina fyrir hraða. Á meðan fjölluðu þýskir heimspekingar á borð við Herbert Marcuse um hættur þess að loka fyrir hugmyndaflug mannsins og gagnrýna hugsun innan hins nýja samélags, auk þess hvernig þarfir okkar hefðu verið endurskilgreindar fyrir tilstilli vélatækninnar. Í samhengi við þessar kenningar tek ég fyrir tvö verk eftir sjálfa mig, Hopskotch (2009) og Trashbin (2009) og velti fyrir mér hvaða hlutar þessarra kenninga eiga enn við bæði í verkum mínum og innan lista almennt. Hvaða áhrif hefur samfélag sem einkennist af hraða og keppnisanda á einstaklinginn? Og hvaða merkingu hafa persónulegar upplifanir innan þessa samfélags? Auk þess fjalla ég um þrjá samtímalistamenn, Matthew Barney, Heklu Dögg Jónsdóttur og Hrafnkel Sigurðsson og hvað það er sem tengir verk þeirra við mín eigin verk, út frá hugmyndum um mörk hins manngerða og hins náttúrulega og spurningum um mannlega tilvist í vélrænu umhverfi.

Samþykkt: 
  • 7.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9008


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf338.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna