ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniListaháskóli Íslands>Myndlistardeild>Lokaritgerðir (BA)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9012

Titill

Flandrari, safnari og táknsögumaður

Skilað
Janúar 2011
Útdráttur

Listamenn gegna vissum hlutverkum sem bæði flokkast sem listsköpun og lífsmynstur. Þar skapast sammengi þessara tveggja þátta sem er breytilegt milli einstaklinga. Ég hef gert tilraunir með að stækka þetta sammengi og skoðað meðfram því hlutverkin sem ég gengst undir. Umfjöllunarefnið er að miklu leyti maðurinn, dýr borgarinnar, og umhverfi hans. Það leiðir út í könnun á tilvist og sálarlandafræðilegar athuganir á mínu nánasta umhverfi, borgarumhverfinu í andstæðu við náttúruna. Þessi könnun fer fram í gegnum þrjú hlutverk, þ.e. flandrarars, safnarans og táknsögumannsins. Flandrarinn tengist sínu nánasta
umhverfi á stefnulausri hreyfingu um götur borgarinnar. Safnarinn leitar að áhugaverðum hlutum sem hann tengir við og þá sér í lagi hlutum með persónulega skýrskotun sem geta upplýst hann um fyrrverandi eigendur og þá manninn í víðara samhengi. Táknsögumaðurinn tengist báðum þessum hlutverkum, því að bæði flandrarinn og safnarinn reiða sig á táknsögu þegar staðreyndir umhverfisins eða hlutarins eru á þrotum. Einnig vinnur táknsögumaðurinn sjálfstætt við að setja hluti í nýtt samhengi og búa þannig til vísanir í raunveruleika hliðstæðum þeim sem settur er fram. Ég geri tilraunir með þessi hlutverk og reyni að samræma þau lífi mínu og stækka þar með sammengið. Ég set spurningarmerki við framsetningu á listaverkum og þar með mörkin milli listsköpunar og lífsmynsturs.

Samþykkt
7.6.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lokaritgerd.pdf2,36MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna