is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9014

Titill: 
  • Ógnvænleg kátína í höllinni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni fjalla ég um listsköpun og listhugsun mína með hliðsjón af eigin verkum og annarra listamanna á borð við Sally Mann, Shöru Hughes, Ragnar Kjartansson, og fleiri. Ég fer inn á brautir taugasálfræðinnar, heimspeki, hugmyndafræði decadent hreyfingarinnar og Hermann Nitsch. Fjallað er um hvað er leyfilegt í myndlist, virkni heilans og skynjunarinnar, upplifun og viðbrögð við sjokkerandi listaverkum og hvað drífur listamenn áfram. Ég leita að alvörunni í gríninu og gríninu í alvörunni til að kanna hvað býr að baki eigin verkum. Ég skoða húmor og andrúmsloft í myndlist, mörk listar og lífs og frelsi listamannsins. Ég kemst að, til dæmis að listaverkin mín eru ekki bara krúttleg, fyndin og gerð af hvatvísi heldur búa yfir meiri dýpt en þau virðast við fyrstu sýn. Þau eru aðferð við að skoða heiminn í nýju ljósi, deila reynslu með öðrum og ná tökum á tilverunni.

Samþykkt: 
  • 7.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9014


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf2.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna