is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9021

Titill: 
  • Hryðjuverk og íslensk utanríkisstefna. Hvaða áhrif höfðu hryðjuverkin 11. september 2001 á íslenska utanríkisstefnu?
Útgáfa: 
  • Júní 2008
Útdráttur: 
  • Í þessari grein er sett fram sú kenning að áhrif hryðjuverkanna 11. september á afstöðu íslenskra stjórnvalda gagnvart hryðjuverkum hafi verið umtalsverð og haft áhrif hvernig við nálguðumst hryðjuverk og þá sem þau fremja.
    Til að skoða þessi áhrif voru skoðaðar þær ræður utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra sem settar hafa verið á heimasíður viðkomandi ráðuneyta, en bæði ráðuneyti telja hryðjuverk vera á dagskrá þeirra. Voru allar ræður og greinar utanríkisráðherra sem birtar voru á tímabilinu 1995-2008 og dómsmálaráðherra sem birtar voru á tímabilinu 1999-2008 skoðaðar, 495 samtals, og athugað var hvort hryðjuverk voru sett í samhengi við alþjóðlega glæpastarfsemi eða alþjóðlega ógn og þjóðaröryggi.
    Gögnin sýndu mikla aukningu í vísunar til hryðjuverka eftir 11. september, tvöföldun í tilfelli utanríkisráðherra en dómsmálaráðherra, sem ekki hafði minnst á hryðjuverk þrjú ár á
    undan 11. september, vísaði nú í 20% tilfella til hryðjuverka. Það samhengi sem hryðjuverk voru sett í breyttist einnig. Fyrir 11. september taldi utanríkisráðherra í 71% tilvika að líta bæri á hryðjuverk í samhengi við skipulagða glæpastarfsemi og ætti því að nálgast efnið sem slíkt. Eftir 11. september verður hins vegar mjög merkjanlegur viðsnúningur og utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra fara að ræða hryðjuverk sem alþjóðlega ógn og ógn við þjóðaröryggi Íslands, utanríkisráðherra í 87% tilvika og dómsmálaráðherra í 74% tilvika.
    Atburðirnir 11. september virðast þannig hafa haft greinileg áhrif á stefnu Íslands og höfum við færst frá þeirri skoðun að tengja beri hryðjuverk við skipulagða glæpastarfsemi og teljum þau nú vera alþjóðlega ógn og vera ógn við þjóðaröryggi Íslands.

Birtist í: 
  • Stjórnmál og stjórnsýsla, 4 (2) 2008, 55-68
ISSN: 
  • 16706803
Athugasemdir: 
  • Almenn grein
Samþykkt: 
  • 7.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9021


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
b.2008.4.1.4.pdf890.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna