is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9025

Titill: 
  • Stjórnvald eða silkihúfa. Um hlutverk skólanefnda í íslenskum framhaldsskólum
Höfundur: 
Útgáfa: 
  • Desember 2008
Útdráttur: 
  • Þessi grein er byggð á rannsókn sem gerð var á starfsemi skólanefnda í íslenskum framhaldsskólum og var hún lokaverkefni til meistaraprófs í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands vorið 2008. Í greininni eru dregin saman helstu atriðin í rannsókninni. Þess ber þó að geta að síðan rannsóknin var gerð voru ný framhaldsskólalög samþykkt, en samkvæmt nýju lögunum breytist starfsemi skólanefnda lítillega og þau færast aðeins nær því að endurspegla raunveruleg störf nefndanna.
    Meginmarkmið með rannsókninni er að svara spurningunni hvernig skólanefndum og skólanefndarfulltrúum tekst að rækja lögbundið hlutverk sitt. Undirmarkmið eru m.a. þau að kanna hvert er umboð og staða skólanefnda, hvernig skólanefndir sinna ýmsum hlutverkum sínum, hvernig skólanefndarfundir fara fram og hvaða fólk velst í skólanefndir. Fræðilegur grunnur rannsóknarinnar tengist annars vegar hugmyndum um umboðskenningar og hins vegar á kenningum um stjórnir.
    Rannsóknin var gerð á þann veg að tekin voru viðtöl við 25 skólanefndarmenn í fimm skólanefndum, fimm skólameistara úr sömu skólum og síðan var þátttökuathugun framkvæmd með þeim hætti að rannsakandi sat skólanefndarfundi viðkomandi skóla. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að völd og áhrif skólanefnda framhaldsskólanna eru frekar lítil, sérstaklega ef horft er til laga um skólanefndir. Þrátt fyrir góðan ásetning eru ýmsir þættir sem koma í veg fyrir að nefndirnar hafi þau völd og ábyrgð í reynd sem lögin kveða á um. Það virðist þó lítill vilji til þess að leggja nefndirnar niður, hvorki hjá skólanefndarfulltrúum né skólameisturum og báðir telja ýmislegt gott koma út úr starfinu.

Birtist í: 
  • Stjórnmál og stjórnsýsla, 4 (2) 2008, 13-34
ISSN: 
  • 16706803
Athugasemdir: 
  • Almenn grein
Samþykkt: 
  • 7.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9025


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
b.2008.4.2.2.pdf191.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna