ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


GreinHáskóli Íslands>Rafræn tímarit>Stjórnmál og stjórnsýsla>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9026

Titill

Skipurit ráðuneyta og stofnana. Úttekt

Útgáfa
Desember 2009
Útdráttur

Þessi grein er um úttekt á formgerð skipurita íslenskra stofnana og ráðuneyta. Greint er hvort birtingarmynd skipurita sé lýsandi fyrir lögbundið hlutverk stofnananna og sjónum beint að ýmsum þáttum sem hafa áhrif á uppbyggingu skipulagsheilda. Fjallað er um
tilgang skipurita, mismunandi formgerðir þeirra ásamt kostum og göllum hverrar formgerðar. Greint er frá áhrifum umhverfis á skipulag stofnana út frá módeli Duncans um tvær víddir óvissu. Gerð er töluleg greining á sambandi formgerðar og ýmissa greiningarþátta eins og til dæmis tegundar stofnunar, viðfangsefnis og fjölda starfsfólks.
Helstu niðurstöður eru að af 215 íslenskum stofnunum eru 148, eða 69%, með skipurit. Algengasta tegundin er starfaskipulag. Stærð stofnana hefur ekki mikil áhrif á gerð skipurita að undanskildum stofnunum með yfir 100 stöðugildi en þar er afurðaskipulag algengast. Þriggja stjórnunarþrepa skipurit eru algengust. Lítið samræmi er milli umhverfis stofnana, eins og það er skilgreint í módeli Duncans um tvær víddir óvissu, og tegundar skipurita. Nokkuð vantar upp á að skipurit séu í samræmi við lögbundið hlutverk stofnunar. Oft er misbrestur á því að sérstakar stofnanir sem lúta ráðherrastjórnsýslu sýni ráðuneyti sem æðsta vald stofnunar. Athygli vekur að meðal nokkurra nýrra stofnana, eða
stofnana sem gengist hafa undir skipulagsbreytingar nýlega, er fléttuskipulag áberandi.

Birtist í

Stjórnmál og stjórnsýsla, 5 (2) 2009, 5-50

ISSN

16706803

Athugasemdir

Almenn grein

Samþykkt
7.6.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
b.2009.5.2.1.pdf2,4MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna