is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9036

Titill: 
  • Draumalandið. Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð
Útgáfa: 
  • Desember 2006
Útdráttur: 
  • Ögurstundir eru sjaldgæfar og það er fágætt að rithöfundur gefi út bók sem hittir á tvær slíkar. Andri Snær Magnason gaf út snemma á þessu ári bókina Draumalandið sem fjallar um tvö mikilvæg málefni íslensks samfélags. Annars vegar tekur hann fyrir tengsl Íslands og bandarísks hers, hins vegar orkuog virkjanamál og þar með náttúruverndarmál almennt. Á þessu ári ákváðu bandarísk stjórnvöld að kalla heim herlið sitt frá Íslandi og frá og með 1. október 2006 er Ísland herlaust. Á árinu var lokið við Hálslón við Kárahnjúka og fram komu svo umfangsmiklar óskir um uppbyggingu stóriðju á Íslandi að ekki er víst að til sé orka í landinu til að byggja upp öll þessi stóriðjufyrirtæki. Það ætti kannski ekki að
    koma á óvart að bókin hafi selst vel, hún er vel skrifuð, hún er skemmtileg og hún hitti á þessa tvöföldu ögurstund. Það þýðir ekki að hún sé rétt í einu og öllu en það er vel þess virði að hugsa með höfundinum um viðfangsefni hans.

Birtist í: 
  • Stjórnmál og stjórnsýsla, 2 (2) 2006
ISSN: 
  • 16706803
Athugasemdir: 
  • Bókardómur
Samþykkt: 
  • 7.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9036


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
c.2006.2.2.11.pdf27.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna