is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9044

Titill: 
  • Með hvaða hætti hefur menntun framkvæmdastjóra sveitarfélaga áhrif á rekstur sveitarsjóða?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Gagna var aflað um menntun og ráðningaraðferð framkvæmdastjóra 40 stærstu sveitarfélaga landsins. Einnig var aflað gagna er varða fjárhag þessara sömu sveitarfélaga. Könnuð voru tengsl menntunarstigs og mismunandi menntunar framkvæmdastjóranna við fjárhag sveitarfélaganna. Til frekari glöggvunar voru tekin viðtöl við fimm reynslumikla framkvæmdastjóra um málið og starfsmann eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga í Innanríkisráðuneytinu.
    7 sveitarfélög af 77 hafa 250% skuldsetningahlutfall af tekjum og teljast ekki rekstarhæf til langs tíma. Erfið fjárhagsstaða sveitarfélaga í dag er talin stafa af aga- og grandvaraleysi í rekstri þeirra, í takt við tíðarandann, síðustu árin fyrir efnahagshrunið 2008.
    Menntunarstig framkvæmdastjóranna reyndist nokkuð hátt og voru 75% þeirra með háskólapróf. Menntunarstigið var heldur hærra seinna kjörtímabilið og hærra í stærri bæjum en þeim minni. Einnig reyndist menntunarstig pólitískt ráðinna ívið hærra en hinna. Helmingur framkvæmdastjóranna höfðu menntun á sviði viðskiptafræða, laga og opinberrar stjórnsýslu. Það var einnig sú menntun sem viðmælendur töldu einna hentugasta í þetta starf.
    Könnuð voru tengsl menntunar og menntunarstigs við þrjár fylgibreytur, það er við framlegð, veltufé frá rekstri og yfirkeyrslu sem er mælikvarði á aga í rekstri. Ekki fundust mikil tengsl ef frá eru talin sterk tengsl viðskiptafræða og aga í rekstri. Einnig vakti góð frammistaða iðnmenntunar athygli.
    Viðmælendur í þessari rannsókn voru flestir á því að rétt væri að skilgreina hæfniskröfur til starfsins og samræma þær á vettvangi sveitarstjórnarmála. Fræðimenn benda á að mikilvægasti þáttur fyrirtækja er mannauður og því þurfi að stjórna honum vel. Ljóst er að stjórnendur þurfa formlega menntun en aðalmáli skiptir þó persónuleg samþætting fræða og framkvæmda, félagsleg færni og leiðtogahæfileikar.
    Lykilorð: Rannsókn –Menntun - Framkvæmdastjórar sveitarfélaga – Fjárhagur sveitarsjóða – Ráðningar

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis compares correlation between educational backgrounds of general managers of Iceland’s municipalities to financial discipline. Analysis was conducted on the level of education, fields of study and the recruitment processes for general managers of Iceland’s 40 largest municipalities. Financial accounts for these municipalities were then analysed to establish correlation between educational background of the managers and the financial position of municipalities. To triangulate the conclusions, interviews were conducted with five experienced general managers and also a member of the monitoring committee of municipalities finances at the Icelandic Interior ministry.
    Correlation between three variables was analysed, margin, cash flow and overruns which is a measure of operational discipline. Levels of education increased in the latter of the two elector terms evaluated. Half of the managers had education in business administration, law and political science which was by the interviewees considered to be the best suited education for this position. Positive correlation was observed between managers educated in business administration and good financial discipline. All other correlations were low.
    Although it is clear that managers will need formal education a more important factor is their ability to combine theory and practise, social skills and leadership skills.
    Keywords: Survey – Education – Mayors – Finances of Municipalities – Recruitment

Samþykkt: 
  • 7.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9044


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lok2106F_BBH.pdf1.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
LOK2106_BBH_Efnisyfirlit.pdf136.65 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
LOK2106_BBH_Heimildaskrá.pdf116.81 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Opinn