is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9050

Titill: 
  • List og siðferði : hlutverk lista í mótun á framtíð sem tekur mið af menntun til sjálfbærrar þróunar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í lokaverkefni þessu er haft að meginmarkmiði að kanna möguleika myndlistar sem leiðar til þess að skapa auknar umræður um málefni samtímans og hvernig list getur vakið siðferðislegar spurningar í samskiptum manns og náttúru. Hér er um listrannsókn í myndlist að ræða þar sem leitast er við að auka skilning á hlutverki myndlistar í menntun til sjálfbærrar þróunar og möguleika á vistvænni nálgun í myndlist. Afrakstur listrannsóknarinnar mun birtast annars vegar í formi þessara ritsmíðar og hins vegar í verki sem miðlað verður á sýningu sem haldin verður í Kubbnum, sýningarrými Listaháskóla Íslands í maí 2011. Hvoru tveggja mun varpa ljósi á hlutverk lista í mótun á framtíð sem tekur bæði mið af menntun til sjálfbærrar þróunar og möguleikum höfundar á notkun á vistvænum efnum í listsköpun. Teknar voru til endurskoðunar aðferðir myndlistarmanna við gerð listaverka, efnisval þeirra og framsetning verka, auk hlutverk áhorfandans.
    Í niðurstöðum kemur fram; að mikilvægt sé að grunnmenntun þjálfi nemendur í aukinni siðferðilegri sýn á veruleika mannsins og að efling siðvitundar með samþættingaraðferðum myndlistarmanna geti skapað vettvang til viðhorfsbreytinga. Efnisleiki listaverka og úr hverju þau eru gerð verður mikilvægari þáttur og á það val ekki að einskorðast við hagsmuni og ætlunaverk myndlistarmannsins.

  • Útdráttur er á ensku

    The primary objective of this final project is to examine the possibilities of art as a way of creating a greater discussion of contemporary issues and how art can reflect ethical questions in the relations between man and nature. This is an art research that seeks to increase understanding of the role of art in education for sustainable development and the possibilities of environmentally friendly solutions in art making.
    The results of the art research will appear in the form of this thesis and also in the form of an artwork that will be shared as part of an exhibition that will be held in Kubburinn, an exhibition space at the Icelandic Academy of the Arts in May 2011. Both of which will shed light on exploring the artistic process in education for sustainable development and the author’s possibilities of using environmentally friendly materials to create art. Reviewed were artists methods in creating art, materials and presentation of projects, as well as the role of the spectator.
    The results imply that; it is important that basic education trains students in an increased moral awareness on the human reality and that in promoting this moral awareness the integrated artistic strategies can create a platform for change. The choice of material in making art and what they are made of becomes a more important factor and that choice should not be limited to the interest nor the intentions of the artist.

Samþykkt: 
  • 7.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9050


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf1.54 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna