is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/905

Titill: 
  • Umbun og teymi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Að vinna í teymi, að vera starfandi í teymisumhverfi, er eitthvað sem flestir
    kannast við og þekkja af eigin raun. Að fá hvatningu og umbun er einnig
    eitthvað sem flest okkar hafa notið einhvern tímann á lífsleiðinni og sum okkar
    hafa notið þess að þekkja hvoru tveggja.
    Í þessu verkefni er fjallað um báða þessa þætti og hvort að umbunarkerfi væru
    líkleg að auka árangur þeirra teyma sem vinna í slíku umhverfi. Í verkefninu
    var farið yfir þá þróun sem átt hefur sér stað varðandi teymi og teymisstjórnun
    og bornir saman kostir og gallar umbunarkerfa í slíku umhverfi. Skilgreining á
    teymi og stjórnun þeirra voru reifuð og sérstaklega var fjallað um
    árangursstjórnun. Nokkur umbunarkerfi voru kynnt og fjallað um mögulegan
    ávinning af slíkum kerfum. Leitast var við að svara þeirri
    rannsóknarspurningu hvort að umbun fyrir teymisvinnu væri líkleg til þess að
    skapa hagnað fyrir fyrirtæki.
    Niðurstaðan er sú að mörgu þarf að huga til að slíkt náist og í upphafi þarf að
    skilgreina vel hvert markmið fyrirtækisins er varðandi umbun til handa
    teymum. Rétt umbunarkerfi og teymi sem er vel stjórnað mun hafa þann
    ávinning í för með sér að eftir miklu er slægjast fyrir fyrirtæki og möguleikar
    til staðar að ná fram meiri hagnaði og framlegð.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2006
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/905


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
umbunogteymi.pdf387.02 kBTakmarkaðurUmbun og teymi - heildPDF
umbunogteymi_e.pdf108.84 kBOpinnUmbun og teymi efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
umbunogteymi_h.pdf109.66 kBOpinnUmbun og teymi - heimildaskráPDFSkoða/Opna
umbunogteymi_u.pdf78.07 kBOpinnUmbun og teymi - útdrátturPDFSkoða/Opna