is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9071

Titill: 
  • Nýtt upphaf : kynhlutverk í dansverkum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari riterð langaði mig að skoða kynbundinn mun í dansi, sjá hvernig hann birtist í dansverkum. Kynhlutverk birtast okkur á margbreytilegan hátt í lífinu. Það má segja að þau stjórni stórum parti af lífi okkar. Við fæðumst inn í hlutverk sem við fylgjum alla ævi, það er búið að gera ráð fyrir því hvernig við eigum að haga okkur eftir því hvort við séum karl eða kona, drengur eða stúlka. Ég ætla að skoða hvernig kynhlutverkin birtast í minni eigin sköpun, almennt er talað um að konan eigi að vera látlaus og falleg á meðan maðurinn er sterkur og ákveðinn. Er það raunin í dansverkinu Nýtt upphaf? Til að fá svar við því eru tvö verk frá Íslenska dansflokknum notuð til hliðsjónar við greininguna. Verkin frá Íslenska dansflokknum heita Skekkja og Svanurinn, verkin eru samin fyrir mann og konu. Í greiningunni minni kom í ljós að kynhlutverkin eru mjög sterk og erfitt að breyta þeim. Konan hefur fengið meira gildi en áður og sést það vel í öllum þremur verkunum. Konan er þó alltaf mun mýkri og með fallegri hreyfingar en maðurinn stífari. Það er ekki hægt að segja að ég hafi náð að breyta kynhlutverkunum í verkinu Nýtt upphaf.

Samþykkt: 
  • 8.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9071


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf106.25 kBLokaðurHeildartextiPDF