is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9083

Titill: 
  • Gildi listgreinakennslu í grunnskólum á Íslandi : hugmyndafræði Elliots W. Eisners
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis er að skoða gildi listgreinakennslu í grunnskólum á Íslandi og tengja það við hugmyndafræði Elliots W. Eisners, sem er bandarískur kennslufræðingur. Eisner er gagnrýninn á það skólakerfi sem vestræn lönd búa við í dag og vill sjá breytingar innan þess með áherslu á listgreinar, sem hann telur þroska nemendur á jákvæðan hátt. Ég skoða hvort kenningar hans og hugmyndir séu notaðar í íslensku skólakerfi og ef ekki, hvort hægt væri að koma þeim fyrir í íslensku skólasamfélagi.
    Þá skoða ég einnig aðalnámskrá grunnskóla og listgreinahlutann og athuga hvort eitthvað hafi breyst frá fyrri tímum og þá í tengslum við áherslur og markmið í listgreinakennslu. Ég reyni að færa rök fyrir því að kenningar Eisners eigi vel heima í íslensku skólakerfi og hvers vegna ætti að leggja meiri áherslu á kennslu listgreina og hvernig þær gætu ýtt undir jákvæðari kennsluhætti.
    Ég fer líka inn á gagnrýna og skapandi hugsun og fjalla um sköpunargáfu einstaklinga. Einnig velti ég fyrir mér ýmsum kennsluháttum og sveigjanleika í kennslu og vitna þá í ýmsa fræðimenn mér til stuðnings. Þá skoða ég hvort listmenntun geti haft áhrif á vitsmunaþroska einstaklingsins og fjalla um hugtakið nám. Eisner er talsmaður samþættingar listgreina við hefðbundnar námsgreinar og fer ég líka inn á þann þátt.
    Einn undirkafla tileinka ég Guðmundi Finnbogasyni sálfræðingi og heimspekingi. Hugmyndafræði hans er mjög lík hugmyndum Eisners og finnst mér það mjög áhugavert, þar sem Guðmundur var uppi fyrir um hundrað árum.
    Að lokum skoða ég skýrslur, sem gerðar voru af menntaráði Reykjavíkur og menntamálaráðuneytinu, þar sem fram koma upplýsingar um gæði listgreinakennslu í grunnskólum Íslands.

  • Útdráttur er á ensku

    The value of art education within primary schools in Iceland with connection to the philosophy of Elliot W. Eisner
    The aim of this project is to examine the value of art education within primary schools in Iceland with connection to the philosophy of the American educational scientist Elliot W. Eisner. Eisner is critical of the school system that exists within western countries today and wants to see changes within it, with special focus on art education, which he believes develops students in a positive way.
    I examine whether his theories and ideas are used in the Icelandic school system and if not, whether they could fit within the Icelandic school community. I also look at the arts section of the national curriculum for primary schools and see if something has changed from earlier times in regards to priorities and goals set for art education. I try to argue that the theories of Eisner are well at home in the Icelandic school system and why there should be more emphasis on arts education and how it could encourage more positive teaching methods.
    I touch on the subject of critical and creative thinking and consider the creativity of individuals. Also, I ponder various teaching methods and the flexibility within teaching and quote a variety of scholars to support of my case. Then I review whether an arts education can affect a person's cognitive development and discuss the concept of education. Eisner is an advocate of integrating arts with traditional curricular subjects and I also touch on this issue.
    I dedicate one section to Guðmundur Finnbogason, a psychologist and philosopher. His ideology is very similar to Eisners ideas and I find it very interesting since Guðmundur lived about a hundred years ago.
    Finally, I review reports made by the Educational Council of Reykjavík and the Ministry of Education, that provides information on the quality of art education within the Icelandic primary schools.

Samþykkt: 
  • 8.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9083


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð.pdf430.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna