is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9092

Titill: 
  • Myndavélin við nám og kennslu í náttúrufræði : viðhorf og reynsla náttúrufræðikennara í grunnskóla
  • Titill er á ensku The educating camera in natural sciences : experiences and points of view made by lower secondary schoolteachers
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í Aðalnámskrá grunnskóla er kveðið á um að möguleikar upplýsingatækni séu nýttir á fjölbreyttan hátt til að styrkja nám í náttúrufræðum. Markmið með verkefninu er að skoða hvernig kennarar nýta sér möguleika myndavéla til að virkja nemendur og auka þannig fjölbreytni í kennsluháttum í náttúrufræði á unglingastigi.
    Í ritgerðinni verður skoðað hvernig notkun myndavéla í kennslu samræmist þeim námskenningum hugsmíðahyggju sem hafa verið ríkjandi í orðræðu og faglegu starfi í náttúrufærði og upplýsingamennt. Í ritgerðinni er greint frá rannsókn sem miðar að því að skoða hvernig kennarar sem kenna náttúrufræði í elstu bekkjum grunnskólans nýta sér myndavélarnar og hvaða viðhorf þeir hafa til þess að láta nemendur nota myndavélar í kennslustundum og námsverkefnum. Leitað var svara eftirfarandi rannsóknarspurningum:
    Hvernig lýsa kennarar reynslu sinni af notkun myndavéla í náttúrufræðikennslu í elstu bekkjum grunnskóla? Hvaða viðhorf hafa náttúrufræðikennarar til notkunar á myndavélum? Hvað má ráða af reynslu og viðhorfum kennaranna um kosti og galla við að nota myndavélar í náttúrufræði? Hvernig er aðgengi kennara og nemenda að tækninni háttað? Hvaða möguleika hafa náttúrufræðikennarar til að samþætta náttúrufræði og upplýsingamennt?
    Rannsóknin er eigindleg tilviksrannsókn sem er að mestu leyti byggð á viðtölum við sex valda kennara auk vettvangsathugunar þar sem fylgst var með nemendum vinna verkefni af þessu tagi.
    Í rannsókninni kom í ljós að aðstæður kennaranna hvað snertir aðgengi að tækninni eru mjög mismunandi og hefur það áhrif á val þeirra á verkefnum og hvernig þeir nýta sér tæknina. Helstu niðurstöður benda til að það sé fyrst og fremst áhugi kennara á að auka fjölbreytni í kennslu og vekja áhuga hjá nemendum sem hvetur þá til að fara þessa leið. Það sem helst styður kennara og hvetur þá til að samþætta náttúrufræði upplýsinga- og tæknimennt er áhugi þeirra, þekking og öryggi í að beita þeirri nálgun. Þessir þættir, hver og einn, auðvelda kennurunum að yfirstíga hindranir og leita lausna við þeim.
    Niðurstöður gefa vísbendingar um að huga verði að aðgengi kennara að myndavélum, tölvum og tæknilegri aðstoð. Jafnframt þarf að skapa vettvang fyrir og styðja við faglega samvinnu milli kennara á þessu sviði.

  • Útdráttur er á ensku

    The Educating Camera in Natural Sciences – Experiences and points of view made by lower secondary schoolteachers
    The national curriculum for natural science in the primary and lower secondary school (ages 6 to 15) proclaims that the potential of information and communication technology for supporting and enabling learning is well used. The aim of this research was to get some insight into use of the digital camera by teachers of natural science to promote learning in lower secondary classes. The focus of this research is on how the use of the digital camera is in line with social constructionist theories that have influenced policies in natural science as well as education in information and communication technology The following questions were asked:
    How do teachers describe their experiences of using digital cameras in natural science in lower secondary school classes? What are the attitudes of science teacher towards using the camera? What do these experiences and attitudes tell us about advantages and challenges in using digital cameras in natural science? What access do teachers and students have to the technology needed? What are the opportunities available to teachers for integrating natural science and education in information and communication technology?
    The research is qualitative. Six teachers were interviewed. . One participant observation was also carried out where students and teacher were observed during class, while working with digital camera. The study showed that circumstances and access to technical support varied widely. Accessibility to technology and support influenced how the teachers used aids or resources such as the digital camera and computers to create products. The main conclusion is that it is primarily the personal interest of the teachers in keeping their students enthusiastic about learning, and their personal interest in variation in teaching methods, that encourages them to integrate natural science and make use of the technology. What supports and inspires teachers to integrate technology is therefore their own interest, knowledge and confidence in trying new methods in teaching. It is concluded that better access to digital cameras, computers and technical support is needed as well as platforms for cooperation, for teachers to be able to learn from each other and gain confidence in using the digital camera in teaching.

Samþykkt: 
  • 8.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9092


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þórunn þórólfs. ritgerð.pdf937.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna