is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9107

Titill: 
  • Stærðfræðileikar : greining og mat á þrautakeppni í stærðfræði á Netinu
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Í þessu lokaverkefni til meistaragráðu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er netverkefnið Stærðfræðileikar tekið til skoðunar en það fólst í þrautakeppni í stærðfræði sem fram fór á Netinu vorið 2009 fyrir nemendur í fjórða til tíunda bekk grunnskóla á Íslandi. Markmið þessa verkefnis er að leggja mat á Stærðfræðileikana til að sjá helstu kosti og annmarka við gerð og framkvæmd þeirra. Í því ljósi eru stærðfræðiþrautir leikanna flokkaðar með tilliti til nokkurra þátta og viðhorf þátttakenda í leikunum skoðað með spurningakönnun sem lögð var fyrir strax að leikunum loknum. Fjöldi þátttakenda í Stærðfræðileikunum var um 700 en 92 svöruðu könnun (sjá viðauka 1). Einnig er gefinn gaumur að þeim takmörkunum sem vefumhverfi, eins og notað var við Stærðfræðileikana, gerir við val og framsetningu þrautakeppni á Netinu. Jafnframt er hugað að gildi þrautalausna í stærðfræði og rannsókna á fræðasviðinu. Megin rannsóknarspurningin sem lagt var upp með er: „Hverjir voru kostir og hverjir voru annmarkar Stærðfræðileikanna?“
    Niðurstöður úr matsþáttum gefa til kynna að þátttakendur í Stærðfræðileikunum hafi almennt verið ánægðir og hafi hug á að taka þátt aftur verði það í boði. Flokkun á þrautunum gefur til kynna að vefumhverfi Stærðfræðileikanna hafi takmarkað val á viðfangsefnum ekki síst í ljósi þess að svör við þrautum kölluðu á einungis eitt rétt svar við hverri þraut utan einni. Einnig kemur í ljós að þátttakendur unnu verkefnin að mestu leyti einir og fengu frekar aðstoð heima en hjá félögum eða í skólanum. Fyrirkomulag leikanna bauð því ekki upp á miklar umræður um lausnir og lausnarleiðir þrautanna sem telst miður.
    Verkefnið ætti að varpa ljósi á eðli og möguleika þrautakeppni í stærðfræði á Netinu. Vonandi getur það orðið hvatning til að halda áfram á þeirri braut þar sem tekið verði mið af niðurstöðum verkefnisins.

Samþykkt: 
  • 8.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9107


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MEd_SI_lokayfirferd.pdf1.2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna