is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9108

Titill: 
  • Valddreifing í leikskólastarfi : viðhorf leikskólastjóra og deildarstjóra til valddreifingar í leikskólastarfi
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Í verkefninu er leitast við að varpa ljósi á stjórnunaraðferð sem kallast valddreifing í umhverfi leikskóla. Markmið rannsóknarinnar er fyrst og fremst að staðsetja hugtakið valddreifing innan leikskólans og kanna viðhorf og skilning stjórnenda til þessarar starfsaðferðar en um leið að athuga hvernig þessi stjórnunaraðferð birtist. Tilgangur verkefnisins er að athuga viðhorf stjórnenda til hugtaksins og hvort það samræmist þeim niðurstöðum sem koma fram í öðrum rannsóknum.
    Rannsóknin fór fram í þremur leikskólum á höfuðborgarsvæðinu og áttu þeir það sammerkt að vera allir af sömu stærð, rekstrarlega séð. Þátttakendur voru sex, þrír leikskólastjórar og þrír deildarstjórar en allir tilheyra þeir stjórnendateymi leikskólanna. Um er að ræða eigindlega rannsókn með túlkandi tilviksrannsóknarsniði. Gagnaöflun fór fram með einni heimsókn í hvern leikskóla og voru viðtölin tekin þar upp.
    Helstu niðurstöður varðandi viðhorf til hugtaksins eru þær að stjórnendur sjá mikla tengingu hugtaksins við samvinnu. Samvinnu allra einstaklinga sem í leikskólum starfa, óháð menntun og stöðu. Viðhorf þeirra er jákvætt til hugtaksins og í viðtölunum gerðu þeir sér grein fyrir að birtingarmynd þessarar stjórnunaraðferðar var fyrirferðameiri en þeir höfðu fyrirfram talið. Sérstaklega á þetta við um deildarstjórana. Allir viðmælendur töldu samvinnu vera lykilatriði þess að starfsemi leikskóla skilaði árangri og að einstaklingum liði vel í leik og starfi.
    Niðurstöður benda jafnframt til þess að mikilvægt sé öllum hverjum sem í leikskólum starfa að hafa gott bakland og gott teymi í kringum sig, sérstaklega þegar kemur að því að takast á við vandamál í starfi. Vandamál eins og ágreining í starfi, erfiða starfsmenn eða vandamál tengd nemendum. Jafnframt töldu allir sem við var rætt að ákveðinn einstaklingur þyrfti að vera í forsvari hvers skóla eða hverrar deildar fyrir sig og að sú ábyrgð sem því fylgdi væri mikil. Sá sem gegndi því hlutverki væri um leið andlit skólans eða deildarinnar útávið.

Samþykkt: 
  • 8.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9108


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Valddreifing í leikskólastarfi.pdf548.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna