is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/911

Titill: 
  • Ávinningur einstaklinga, sem hlotið hafa mænuskaða og eru bundnir hjólastór, af líkamsrækt/þjálfun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna andlegan, líkamlegan og félagslegan ávinning mænuskaðaðra einstaklinga af líkamsrækt og öðlast meiri þekkingu á líkamsrækt fyrir mænuskaðaða, þ.e. þeim kostum sem hún hefur að bjóða.
    Heimildum ber saman um að líkamsrækt sé mjög mikilvæg mænusköðuðum og skipti miklu máli til að bæta lífsgæði þeirra og athafnir daglegs lífs. Sem líkamlegan ávinning af líkamsrækt má nefna minni líkur á hjarta-og æðasjúkdómum, bættan vöðvastyrk og bætt þrek. Sem andlegan ávinning af líkamsrækt má nefna betri líðan eftir æfingar, tilhlökkun við að æfa og bætta sjálfsmynd. Félagslegur ávinningur af líkamsrækt getur falist í auknum samskiptum við annað fólk og öllu því jákvæða sem slíkum samskiptum getur fylgt.
    Til að afla upplýsinga voru tekin eigindleg viðtöl við sex mænuskaðaða einstaklinga sem stunda líkamsrækt á göngudeild sjúkraþjálfunar á Grensásdeild LSH, einnig var farið í vettvangsferð og fengnar upplýsingar frá sjúkraþjálfurum. Niðurstöðurnar voru bornar saman við niðurstöður úr erlendum rannsóknum. Helstu niðurstöður voru þær að allir þátttakendur fundu fyrir líkamlegum og félagslegum ávinningi líkamsræktar en þó í mismiklum mæli. Sumir fundu fyrir andlegum ávinningi en aðrir ekki. Allir þátttakendur töldu að unnið væri frábært starf í þeirra þágu á Grensásdeild, einnig fannst þeim komið til móts við sérþarfir þeirra. Þátttakendum fannst mikilvægt að til staðar væri sérmenntað fólk sem hægt væri að leita til og ráðfæra sig við, einnig þótti þátttakendum mikilvægt að gert var ráð fyrir notkun hjólastóla í þjálfunaraðstöðunni.

Samþykkt: 
  • 12.9.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/911


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni til BS pr.pdf400.56 kBOpinnMeginmál PDFSkoða/Opna