ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/917

Titill

Líkamlegt ástand framhaldsskólanema með tilliti til næringar

Útdráttur

Ritgerð þessi byggist á rannsókn okkar á 18 og 19 ára nemendum við Fjölbrautaskólann í Breiðholti þar sem við ákváðum að kanna líkamlegt ástand þeirra með tilliti til mataræðis. Upphaflega var ætlunin að ná 100 manna úrtaki til að auka áreiðanleika rannsóknarinnar, en einungis fengust 72 nemendur til þátttöku.
Við framkvæmdina var stuðst við stöðluð líkamleg próf og mælingar, auk spurningalista sem við útbjuggum og voru spurningarnar aðallega miðaðar útfrá ráðleggingum Lýðheilsustöðvar um mataræði og næringarefni. Líkamlegu mælingarnar voru til þess ætlaðar að bera saman við mataræðið til að sjá hvort fylgni væri þar á milli. Auk þess voru þátttakendur beðnir að meta líkamsástand sitt til að hægt væri að bera mat þeirra saman við niðurstöður prófanna.
Rannsóknin leiddi ýmislegt áhugavert og óvænt í ljós. Til að mynda hrakti hún kenningu okkar á tengslum óholls mataræðis við verra líkamsástand, þar sem jákvæð línuleg fylgni var á milli þolprófs og óhollustskors. Hins vegar var marktæk neikvæð fylgni milli þolprófs og líkamsfitu sem gefur til kynna að þeir sem hafa meiri fitu utan á sér eru í lélegra líkamlegu formi. Einnig komumst við að þeirri niðurstöðu að þátttakendur eru yfirleitt ekki að framfylgja ráðleggingum Lýðheilsustöðvar um hreyfingu og mataræði.
Af niðurstöðum rannsóknarinnar að dæma teljum við að draga megi þá ályktun að þátttakendurnir séu yfirleitt ekki að hreyfa sig nógu mikið, né að neyta nægilegra hollrar og næringaríkrar fæðu. Þrátt fyrir lítið og afmarkað úrtak teljum við að niðurstöðurnar gefi ágætis vísbendingu um hvernig líkamlegt ástand og matarvenjur unglinga á framhaldsskólstigi eru í dag, og benda þær jafnframt til að aðgerða og hvatningar til heilbrigðari lífshátta sé þörf.

Samþykkt
12.9.2007


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
FORS.pdf43,8KBOpinn Forsíða PDF Skoða/Opna
Kapan.pdf52,4KBOpinn Kápa PDF Skoða/Opna
LOKARITGER.pdf923KBOpinn Meginmál PDF Skoða/Opna