is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9205

Titill: 
  • Menntun knattspyrnuþjálfara á Íslandi 2010 : rannsókn á menntun knattspyrnuþjálfara á Íslandi 2010
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi byggist á því að skoða menntun starfandi knattspyrnuþjálfara á Íslandi á tímabilinu maí til september 2010. Einblínt var á KSÍ menntun þjálfaranna en það er sú menntun sem KSÍ býður upp á fyrir þjálfara á Íslandi eftir stöðlum Evrópska knattspyrnusambandsins (UEFA). Rannsóknin var unnin sem samanburðarrannsókn á annarri sem gerð var árið 2006 af Jóni Steindóri Þorsteinssyni og Ríkharði Bjarna Snorrasyni. Hún var jafnframt unnin í samstarfi við KSÍ.
    Tilgangur og markmið rannsóknarinnar var að kanna stöðu menntunar hjá starfandi knattspyrnuþjálfurum á Íslandi og bera niðurstöður saman við fyrri rannsókn frá árinu 20061.
    Við gerð rannsóknarinnar var notast við megindlega aðferðafræði. Spurningalistar voru sendir á öll 90 aðildarfélög KSÍ sem tóku þátt í mótum á þeirra vegum árið 2010. KSÍ fór fram á að 100% svörun myndi nást og til að tryggja það voru spurningalistarnir sendir út í nafni KSÍ. Leitað var eftir grunnupplýsingum um þjálfarana og við úrvinnslu gagna var notast við gagnagrunn KSÍ ásamt Excel.
    Niðurstöðurnar sýndu að á þessu tímabili voru 379 starfandi aðalþjálfarar á Íslandi í 743 flokkum. Árið 2006 voru 382 starfandi aðalþjálfarar í 604 flokkum1. Athygli vakti að réttindalausum þjálfurum hefur fækkað töluvert. Hlutfall þeirra var 20,2% árið 20061 en var komið niður í 11% árið 2010. Fækkun réttindalausra þjálfara mætti svo rekja til aukins framboðs á þjálfaranámskeiðum hjá KSÍ. Almennt séð sýna niðurstöðurnar að menntun þjálfara hefur aukist til muna undanfarin ár.
    Niðurstöður sýndu að starfandi aðstoðarþjálfurum hefur fjölgað en þeir voru 179 talsins á móti 154 árið 20061. Markmannsþjálfurum hafði einnig fjölgað á milli ára en þeir voru 23 á móti 15 árið 20061. Fjöldi starfandi yfirþjálfara var mjög svipaður en þeir voru 26 árið 2010 á móti 24 árið 20061. Þessa fjölgun mætti hugsanlega rekja til fjölgunar iðkenda í knattspyrnu á Íslandi og aukins metnaðar hjá félögunum.

Samþykkt: 
  • 15.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9205


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
kápa.pdf51.38 kBOpinnKápaPDFSkoða/Opna
Rannsókn á menntun knattspyrnuþjálfara.pdf1.73 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna