is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9229

Titill: 
  • „Stórasta land í heimi“
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hverjar eru helstu ástæður þess að karlalandslið Íslands í handknattleik hefur náð jafn góðum árangri á stórmótum og raun ber vitni? Hverjar eru helstu ástæður þess að Ísland hefur átt marga karlkyns handknattleiksmenn í fremstu röð í gegnum tíðina? Í ritgerðinni er leitast við að svara þessum spurningum. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð og tekin viðtöl með hálfopnum spurningum við reynslumikið fagfólk sem tengist viðfangsefninu. Vinna við rannsóknina hófst í janúar 2011 og lauk 10. maí 2011. Helstu markmið rannsóknarinnar voru að finna mögulegar ástæður fyrir velgengni íslenska karlalandsliðsins í handbolta sem og ástæður þess að Ísland hefur átt jafn frambærilega leikmenn í greininni og raun ber vitni. Til að leita svara við þessum spurningum er fjallað um árangur landsliðsins á stórmótum, fjölda atvinnumanna í gegnum tíðina auk þess sem farið er yfir líkamlegar og andlegar kröfur leiksins. Helstu niðurstöður voru þær að hefð fyrir handbolta er sterk hér á landi sem og að nálægðin við fyrirmyndir er mikil. Áður fyrr var það meira háð tilviljun hvort Ísland næði árangri á stórmótum en á síðustu árum hefur komið ákveðinn stöðuleiki í árangur liðsins. Niðurstöðurnar sýndu einnig fram á að árangur liðsins er yfirleitt betri þegar fleiri atvinnumenn eru í hópnum heldur en færri.
    Lykilorð; handbolti, handknattleikur, árangur, leikmenn, íþróttasálfræði, taktík, líkamleg þjálfun.

Samþykkt: 
  • 16.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9229


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stórasta Land í Heimi.pdf599.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna