ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn í Reykjavík>Tækni- og verkfræðideild>BSc verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9239

Titill

Áhrif þátttöku kvenna í Fitness á andlega og líkamlega heilsu þeirra

Skilað
Júní 2011
Útdráttur

Viðfangsefni þessarar eigindlegu og megindlegu rannsóknar voru kvenkyns þátttakendur í Fitness. Markmið hennar var að kanna líkamleg og andleg áhrif undirbúnings og þátttöku kvenna í Fitnesskeppni. Til þess var skoðað orkuinnihald mataráætlana keppenda, æfingamagn þeirra sem og andlega og líkamlega heilsu fyrir og eftir keppni. Rannsóknin skiptist í þrjá hluta: megindlega rannsókn á kvenkyns keppendum á Íslandsmótinu í Fitness 2011, bæði fyrir og eftir keppni; eigindlega rannsókn á konum er höfðu reynslu af þátttöku í sambærilegum keppnum og að lokum megindlega rannsókn á áliti almennings á Fitness. Rannsóknin fór fram á tímabilinu 1. – 30. apríl 2011. Niðurstöður hennar sýndu að andlegir og líkamlegir kvillar á borð við átraskanir og tíðahringsröskun eru mjög algengir meðal kvenkyns þátttakenda í Fitnesskeppnum. Við athugun á orkuinnihaldi mataræðis Fitnesskeppenda kemur í ljós að það er langt undir þeim ráðleggingum sem Lýðheilsustöð og American Dietetics Association leggja til miðað við það magn æfinga sem keppendur leysa af hendi. Útlit er fyrir að notkun ólöglegra lyfja á borð við stera sé einnig töluvert algeng meðal kvenkyns keppenda í Fitness. Samkvæmt niðurstöðum er ljóst að fræðsla til keppenda er varðar mögulegar afleiðingar þátttöku þarf að auka til muna. Með því er hugsanlega hægt að sporna gegn þeim andlegu og líkamlegu kvillum sem tekið hafa sér bólfestu hjá keppendum í greininni.
Lykilorð; Fitness, mataræði, æfingamagn, andleg áhrif, líkamleg áhrif, ólögleg lyfjanotkun.

Athugasemdir

Íþróttafræði

Samþykkt
16.6.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Forsida_Lokaverkef... .pdf26,8KBOpinn Forsíða PDF Skoða/Opna
Lokaritgerð 2011.pdf718KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna