ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn í Reykjavík>Tækni- og verkfræðideild>BSc verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9242

Titill

Heilsurækt aldraðra

Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Í rannsókninni er skoðuð virkni og viðhorf aldraðra til líkams- og heilsuræktar með því markmiði að sjá hvað íþróttafræðingar geta gert til að bæta líkamsræktarstarfsemi aldraðra. Þátttakendur voru alls 114 einstaklingar á aldrinum 67-93 ára frá þremur félagsmiðstöðvum fyrir aldraða á höfuðborgarsvæðinu. Þessi megindlega rannsókn var framkvæmd á tímabilinu 28. febrúar til 16. mars árið 2011, þar sem spurningalistar voru lagðir fyrir þátttakendur. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að stór hluti aldraðra stundar líkamsrækt og voru þeir almennt ánægðir með það sem í boði er fyrir aldraða. Bætt lífsgæði var mesta hvatning þátttakenda til að stunda líkamsrækt. Aðal ástæða þess að hluti þátttakenda voru óvirkir í líkamsrækt var vegna veikinda/áverka og áhugaleysis. Þeir sem ekki stunduðu líkamsrækt töldu að æfingafélagi myndi hvetja þá til að hefja ástundun í líkamsrækt. Niðurstöður rannsóknarinnar styðja eldri rannsóknir sem sýna að bætt lífsgæði og félagsskapur eru stórir þættir hvað varðar virkni aldraðra í líkamsrækt. Einnig sýna eldri rannsóknir að óvirkni í líkamsrækt sé helst vegna veikinda/áverka og áhugaleysis.
Lykilorð; líkams- og heilsurækt, aldraðir, virkni, hvatning, viðhorf.

Athugasemdir

Íþróttafræði

Samþykkt
16.6.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Heilsurækt aldraðr... . pdf.pdf1,2MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna