is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9249

Titill: 
  • Samhengi milli fæðingarþunga og vaxtarhraða hjá lömbum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að skoða áhrif fæðingarþunga tvílembingslamba á vaxtarhraða frá fæðingu að fjallrekstri við 6-8 vikna aldur. Einnig var kannað hvort holdastig móður seinni hluta vetrar hefðu áhrif á fæðingarþunga og vaxtarhraða þeirra fyrstu 6-8 vikurnar. Fengnar voru tölur frá fjárræktarbúinu á Hesti frá árunum 2001-2006 um tvílembinga, fæðingarþunga þeirra, vaxtarhraða, aldur ánna ásamt holdastigum á mismunandi tímum vetrar. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að það er marktækt samhengi á milli fæðingarþunga og vaxtarhraða en holdastig mæðranna höfðu hvorki marktæk áhrif á fæðingarþunga né vaxtarhraða. Rannsóknin sýndi einnig fram á að miðað við eldri niðurstöður (Sigurgeir Thorgeirsson & Stefán Sch. Thorsteinsson, 1989) hefur bæði fæðingarþungi og vaxtarhraði aukist.

Samþykkt: 
  • 20.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9249


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Birta Berg Sigurðardóttir.pdf437.85 kBOpinnPDFSkoða/Opna