ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/925

Titill

Teikna, leika, svara, leysa : námsspil fyrir 4. bekk : greinargerð

Útdráttur

Grunnskólabörn eyða stórum hluta af deginum í skóla og í lengdri viðveru. Á löngum vinnudegi er gott að fá tilbreytingu frá hefðbundinni vinnubókarvinnu. Nemendur sýna námsspilum oft mikinn áhuga. Vel útfærð og vönduð námspil geta því hentað vel í kennslu hvort sem er sem innlögn eða þjálfun í námsefni sem búið er að fara yfir. Börnum finnst gaman að spila og því geta námspil gert námið skemmtilegra.
Spilið Teikna, leika, svara, leysa er námsspil fyrir 4. bekk grunnskóla. Það byggir, að mestu leyti, á námsefni fyrir 4. bekk í ensku, íslensku, náttúrufræði og stærðfræði og áfangamarkmiðum aðalnámskrár í þessum greinum. Spilið skiptist í fjórar ólíkar gerðir af þrautum og þurfa leikmenn að leysa allar gerðir af þrautum til að standa uppi sem sigurvegarar. Spilið er borðspil þar sem leikmenn færast áfram þegar teningi er kastað. Framgangur spilsins ræðst einnig af áhættuspjöldum. Þau innihalda óvænt atvik sem reynast góð eða slæm fyrir liðið sem dregur. Spilið tekur mið af fjölgreinda-kenningu Gardners og er byggt á hugmyndum spila sem gefin hafa verið út. Það reynir á samvinnu nemenda og stuðlar að auknum þroska í samskiptum.

Samþykkt
13.9.2007


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Teikna Leika Svara... .pdf286KBOpinn Meginmál PDF Skoða/Opna
Titils.pdf38,6KBOpinn Titilsíða PDF Skoða/Opna
fors.pdf57,5KBOpinn Forsíða PDF Skoða/Opna