ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniLandbúnaðarháskóli Íslands>Umhverfisdeild>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9267

Titill

Áningarstaðir á Snæfellsnesi

Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Áningarstaðir gefa ferðamönnum tækifæri á að staldra við á ferðalögum, hvílast og njóta náttúrunnar sem fyrir er. Áningarstöðum er fundinn staður þar sem umhverfið hefur upp á
eitthvað sérstakt að bjóða t.d. mikilfenglegt útsýni, fegurð, fornminjar, sögulega viðburði eða gott skjól. Verkefni þetta gengur út á að greina og meta áningastaði Vegagerðarinnar á Snæfellsnesi. Þættir sem helst var lagt mat á voru: Aðdráttarafl, aðstaða, tækifæri og notagildi. Auk þess er sett fram hönnunartillaga að nýjum áningarstað á Snæfellsnesi. Markmiðið með verkefninu er að skoða hvað það er sem gerir stað að áningarstað og hvort hægt sé að auka gildi þess staðar. Greint er frá verkefni norsku Vegagerðarinnar í tengslum við áningarstaði og kannað hvort hægt sé að yfirfæra þau yfir á íslenskar aðstæður. Til að svara þessum spurningum var farið í vetfangsferðir þar sem áningastaðirnir voru greindir, auk þess sem rýnt var í ritaðar heimildir og rætt við fólk sem hefur átt hlut að máli. Niðurstöður ransóknarvinnunnar eru notaðar við útfærslu á hönnunartillögunni. Í henni er lögð áhersla á gott aðgengi allra að svæðinu og að veita góða aðstöðu fyrir þá gesti sem dvelja á staðnum. Samstarfsverkefnið ,,Ferðaþjónusta fyrir alla” var haft til hliðsjónar við hönnun staðarins. Staðseningin var valin út frá notkunnargildi staðarins. Helsta markmið
hönninnartillögunnar er að búa til aðstöðu fyrir ferðamenn sem sækja á svæðið, einnig hreyfihamlaða.

Samþykkt
20.6.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BS_GuðrúnRakel.pdf24,9MBOpinn  PDF Skoða/Opna